Heilbrigðisnefnd
Ár 2022, fimmtudaginn 13. október kl. 11:10, var haldinn 133. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Jórunn Pála Jónasdóttir, Sandra Hlíf Ocares og Unnur Þöll Benediktsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti með rafrænum hætti: Ellen Jacqueline Calmon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Dagný Alma Jónasdóttir.
Fundarritari var Snædís Karlsdóttir Bergmann.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Lögð fram samþykkt fyrir heilbrigðisnefnd sem samþykkt var í borgarstjórn 20. september 2022.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. september 2022, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 20. september 2022 hafi verið samþykkt að Helga Margrét Marzellíusardóttir taki sæti varamanns í heilbrigðisnefnd í stað Egils Þórs Jónssonar.
Fylgigögn
-
Lögð fram til afgreiðslu gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit fyrir árið 2023.
Samþykkt með vísan í 4. mgr. 46. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur falið að birta gjaldskrá í B-deild stjórnartíðinda.
Kristján Ólafur Smith Fjármáladeild umhverfis- og skipulagssviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið
-
Lögð fram til staðfestingar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir árið 2023.
Staðfest. Vísað til borgarráðs, sbr. 1. mgr. 46. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Kristján Ólafur Smith, Fjármáladeild umhverfis- og skipulagssviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram til kynningar drög að gjaldskrá sorphirðu í Reykjavíkurborg fyrir árið 2023.
Kristján Ólafur Smith Fjármáladeild umhverfis- og skipulagssviðs og Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri Umhverfisgæða umhverfis- og skipulagssviðs taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Kynning á starfsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Fylgigögn
-
Kynning á starfi umhverfiseftirlits og matvælaeftirlits.
-
Lögð fram ársskýrsla Framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2021 og fundargerð 138. fundar framkvæmdastjórnar.
Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti undir þessum lið
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni Kópavogsbæjar, dags. 31. ágúst 2022 um nýtt deiliskipulag Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Eflu verkfræðistofu, dags. 26. maí 2022, yfirfarnir 30. júní 2022 ásamt greinargerð, skilmálum og umhverfisskýrslu deiliskipulagstillögunnar um Suðurlandsveg frá Fossvöllum að Hólmsá, dags. 30. júní 2022 og matsskýrsla vegagerðarinnar, dags. júní 2009 um Suðurlandsveg frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði. Jafnframt er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. október 2022.
Heilbrigðisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Heilbrigðisnefnd tekur undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um deiliskipulag fyrir Suðurlandsveg í Kópavogi og Mosfellsbæ og ítrekar nauðsyn þess að vatnsvernd verði höfð að leiðarljósi í deiliskipulagi og skilmálum þess. Mikilvægt er að styðjast við nýjustu gögn við mat á áhættu framkvæmdarinnar og með skilmálum um mengunarvarnir og varúðarráðstafanir að öryggi vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu sé tryggt. Uppdrætti og umfjöllun um vatnsverndarsvæðið í tillögunni þarf að laga svo núverandi svæðisskipting og skilyrði hennar séu rétt.
Svava S. Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að settur verði á fót starfshópur sem unnið getur að úrbótum og viðbrögðum við álitinu og að tillögum að því hvernig megi bæta stafræna ferla þegar lagðar eru fram umsóknir til HER, sbr. 12. liður fundargerðar heilbrigðisnefndar, dags. 11. ágúst 2022.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi uppfærða tillögu:
Lagt er til að settur verði á fót starfshópur þar sem unnið verður að úrbótum og tillögum að því hvernig megi bæta stafræna ferla bæði í umsóknarferli og úrvinnslu umsókna sem og hvernig megi bæta miðlun á leiðbeiningum til umsækjanda. Lagt er til að starfshópurinn samanstandi af fulltrúum heilbrigðisnefndar, SVEIT, HER og Samtökum smáframleiðanda. Starfshópurinn skal skila niðurstöður sínum og tillögum að úrbótum fyrir 31. janúar 2023.
Samþykkt. Formanni og varaformanni Heilbrigðisnefndar ásamt framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits falið að útfæra skipun starfshóps.
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 9. ágúst 2022,11. ágúst 2022, 16. ágúst 2022, 18. ágúst 2022, 19. ágúst 2022, 23. ágúst 2022, 30. ágúst 2022, 1. september 2022, 6. september 2022, 8. september 2022, 13. september 2022, 20. september 2022, 23. september 2022, 27. september 2022, 4. október 2022.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:04
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Ellen Jacqueline Calmon
Jórunn Pála Jónasdóttir Sandra Hlíf Ocares
Unnur Þöll Benediktsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
133. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 13. október 2022.pdf