Heilbrigðisnefnd
Ár 2022, fimmtudaginn 8. september kl. 9:04, var haldinn 132. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Tindstöðum. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Jórunn Pála Jónasdóttir og Sandra Hlíf Ocares.Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Dagný Alma Jónasdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. Óskar Ísfeld Sigurðsson sat fundinn með rafrænum hætti.
Fundarritari var Snædís Karlsdóttir Bergmann.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir árið 2021.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunareftirlit í Reykjavíkurborg árið 2023.
Samþykkt.Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 13. júlí 2022 um uppbyggingu og endurgerð skíðasvæðisins í Skálafelli ásamt skýrslunni Skálafell - skíðasvæði í Reykjavík, uppbygging og endurgerð matsskyldufyrirspurn dags. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. júlí 2022.
Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 15. júlí 2022 um nýtt deiliskipulag Suðurlandsvegar og skipulagslýsingu Eflu ásamt skýrslu um deiliskipulag Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ nálægt Hólmsá dags. 22. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. ágúst 2022.
- Kl. 9:23 tekur Guðný Maja Riba sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 15. júlí 2022 vegna nýs deiliskipulags Leirtjarnar vestur, Úlfarsárdal ásamt lýsingu skipulagsverkefnisins dags. 22. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. ágúst 2022.
Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagðar fram kærur til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál nr. 94/2022, 95/2022 og 96/2022 varðandi útgáfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á starfsleyfi Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis ásamt fylgigögnum.
Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram erindi Fossvogsskóla dags. 12. ágúst 2022 þar sem óskað er heimildar fyrir heimsóknir hunds inn í skólann, sbr.19. gr. rlg. nr. 941/2002 um hollustuhætti ásamt tölvupóstsamskiptum Skóla- og frístundarsvið Reykjavíkur, dags. 6. september 2022. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. september 2022.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram erindi matvælaráðuneytisins dags. 23. ágúst 2022 ásamt fylgigögnum varðandi kæru Samkaupa á ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á sölustöðvun Lucky Charms morgunkorni.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á starfsemi skotvalla á Álfsnesi.
Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á rafrænum umsóknum, ábendingum og vef Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
-
Lögð fram til upplýsingar, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um álit borgarlögmanns um leiðbeiningaskyldu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sbr. 27. liður fundargerðar borgarráðs, dags. 30. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn borgarlögmanns dags. 5. ágúst 2022 um tillöguna og bókun úr gerðabók borgarráðs dags. 15. ágúst 2022 sem segir að borgarráð hafi staðfest tillöguna.
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að settur verður saman starfshópur til að vinna úr úrbótum og viðbrögðum fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, sbr. 12 liður fundargerðar heilbrigðisnefndar, dags. 11. ágúst 2022.
Frestað. -
Lögð fram að nýju, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um gripið verði til virkra aðgerða gegn vargfugli í Reykjavík, sbr. 24 liður fundargerðar borgarráðs, dags. 25. ágúst 2022 og vísað til meðferðar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.
Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, meindýravarna.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju, tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um framfylgd samþykktar um kattahald, sbr. 58. liður fundargerðar borgarráðs, dags. 23. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. ágúst 2022.
Tillagan er felld.Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi bókun:
Heilbrigðisnefnd óskar eftir að farið verði í endurskoðun á kattasamþykkt fyrir Reykjavík nr. 794/2005
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju, fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um upplýsingar til íbúa varðandi útgáfu starfsleyfis til Skotfélags Reykjavíkur og nágrennis, sbr. 35. liður fundargerðar heilbrigðisnefndar, dags. 18. ágúst 2022. Einnig er lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 31. ágúst 2022.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 9. ágúst 2022, 11. ágúst 2022, 16. ágúst 2022, 18. ágúst 2022, 19. ágúst 2022, 23. ágúst 2022, 30. ágúst 2022 og 1. september 2022.
Fylgigögn
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 10:38
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð.
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Guðný Maja Riba
Hjálmar Sveinsson Jórunn Pála Jónasdóttir
Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
132. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 8. september 2022_0.pdf