Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 131

Heilbrigðisnefnd

Ár 2022, fimmtudaginn 11. ágúst kl. 11:01, var haldinn 131. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Guðný Maja Riba Pétursdóttir, Hjálmar Sveinsson, Jórunn Pála Jónasdóttir og Sandra Hlíf Ocares. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Glóey Helgudóttir Finnsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. 
Fundarritari var Snædís Karlsdóttir Bergmann. 

Þetta gerðist:

  1. Kosning varaformanns heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. 

    Samþykkt er að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sandra Hlíf Ocares verði varaformaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.

  2. Lagt fram fundadagatal heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir ágúst 2022 til desember 2022. 

    Fylgigögn

  3. Lagður fram tölvupóstur með umsagnarbeiðni frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu dags. 19. júlí 2022 vegna tímabundinnar undanþágu frá starfsleyfi Skotfélags Reykjavíkur fyrir tvo keppnisvelli dagana 8. til 14. ágúst 2022. Einnig er lagt fram bréf Skotveiðifélags Reykjavíkur dags. 19. júlí 2022 og dags. 26. júlí 2022, bréf umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis dags. 3. ágúst 2022 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. júlí 2022.  

    Helgi Guðjónsson heilbrigðiseftirlitsfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram og kynnt tímabundið starfsleyfi Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis fyrir skotvöll á Álfsnesi dags. 26. júlí 2022 ásamt starfsleyfisskilyrðum og fylgiskjölum.

    Helgi Guðjónsson og Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðiseftirlitsfulltrúar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram til kynningar umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 21. júní 2022, skýrsla Vegagerðarinnar og Verkíss; Vegstokkur á Sæbraut, matsáætlun dags. júní 2022 og umsögn Heilbrigðiseftirlits dags. 21. júlí 2022.

    Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram kæra Bonafide lögmanna dags. 19. júlí 2022 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að gefa út tímabundið starfsleyfi fyrir Skor (krá með lágmarksmatargerð) að Geirsgötu 2-4. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. júlí 2022 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 5. ágúst 2022. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

    Helgi Guðjónsson heilbrigðiseftirlitsfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  7. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hávaða á næturklúbbum, sbr. 42. liður fundargerðar borgarráðs, dags. 10. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. júlí 2022.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hljóðvist á KR svæðinu, sbr. 40. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. júlí 2022

    Fylgigögn

  9. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um framfylgd samþykktar um kattahald, sbr. 58. liður fundargerðar borgarráðs, dags. 23. júní 2022.

    Vísað til umsagnar Íþrótta- og tómstundasviðs, skrifstofu Dýraþjónustu Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um eftirlit með reglugerðum um hávaðamengun, sbr. 10. liður fundargerðar umhverfis- og heilbrigðisráðs 18. maí 2022 ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. júní 2022. 

    Tillögunni er vísað frá. 

    Heilbrigðisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Tillögunni vísað frá vegna þess að Heilbrigðiseftirlitið framfylgir þeim lögum og reglum sem því ber.

    Fylgigögn

  11. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 12. maí 2022, 17. maí 2022, 24. maí 2022, 31. maí 2022, 3. júní 2022, 7. júní 2022, 14. júní 2022, 16. júní 2022, 21. júní 2022, 23. júní 2022, 28. júní 2022, 30. júní 2022, 5. júlí 2022, 12. júlí 2022, 15. júlí 2022, 19. júlí 2022, 26. júlí 2022, 27. júlí 2022, 2. ágúst 2022, 4. ágúst 2022 og 5. ágúst 2022.

    Fylgigögn

  12. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

    Lagt er til að settur verði á fót starfshópur sem samanstendur af fulltrúum heilbrigðisnefndar, SVEIT og annarra hlutaðeigandi aðila, eftir atvikum, sem unnið getur að úrbótum og viðbrögðum við álitinu. Einnig vinni hópurinn að tillögum að því hvernig megi bæta og auka stafræna ferla þegar lagðar eru fram umsóknir til HER.   Starfshópurinn starfi eftir því markmiði að einfalda alla ferla og bæta leiðbeiningar til þeirra aðila sem heyra undir HER. Starfshópurinn skal skila niðurstöður sínum og tillögum að úrbótum fyrir 15. desember 2022. Í dag var lagt fram í borgarráði álit borgarlögmanns sem tekur af allan vafa um það að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) ber sannarlega leiðbeiningarskyldu gagnvart þeirri starfsemi sem heyrir undir embættið. 

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 12:35

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Guðný Maja Riba

Hjálmar Sveinsson Jórunn Pála Jónasdóttir

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
131._fundargerd_heilbrigdisnefndar_fra_11._agust_2022.pdf