Heilbrigðisnefnd
Ár 2022, miðvikudaginn 22. júní kl. 11:07, var haldinn 130. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Guðný Maja Riba Pétursdóttir, Hjálmar Sveinsson, Jórunn Pála Jónasdóttir og Sandra Hlíf Ocares. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Guðjón Ingi Eggertsson, Jón Ragnar Gunnarsson, Rósa Magnúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Snædís Karlsdóttir Bergmann.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf borgarstjórnar dags. 9. júní 2022 um kosningu fimm fulltrúa í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur og fimm til vara til fjögurra ára.
Fylgigögn
-
Kosning varaformanns heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 2022 - 2026.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sandra Hlíf Ocares óskar eftir því að fulltrúi úr minnihluta verði kosinn sem varaformaður.
Frestað. -
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 15. júní 2022 um fundadagatal borgarstjórnar, borgarráðs og fagráða með leiðbeinandi tímum fyrir yfirstandandi kjörtímabil 16. júní 2022 um fundartíma fagráða. Einnig er lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 16. júní 2022 þar sem tilkynnt er að forsætisnefnd samþykkti erindið.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir að funda framvegis annan fimmtudag í mánuði frá kl. 11:00 til 13:00.
Fylgigögn
-
Kynning á helstu verkefnum heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.
-
Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 29. mars 2022 um umhverfismatsskýrslu um endurnýjun búnaðar og aukna framleiðslugetu eggjabús Vallár á Kjalarnesi ásamt umhverfismatsskýrslu EFLU dags. 24. Mars 2022. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 16. maí 2022.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni nefndarsviðs Alþingis dags. 16. mars 2022 um frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (heimildir til bráðabirgðaráðstafana o.fl.), ásamt þingskjal 660 – 457. mál. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. maí 2022.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um eftirlit með reglugerðum um hávaðamengun, sbr. 10. liður fundargerðar umhverfis- og heilbrigðisráðs 18. maí 2022 ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. júní 2022.
Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins er lögð fram til kynningar.
Vísað til borgarráðs.Fylgigögn
-
Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur og nágrennis á Kjalarnesi og drögum að starfsleyfisskilyrðum, sjá nánari gögn: https://reykjavik.is/tillogur-ad-starfsleyfi-i-auglysingu.
- Kl. 12:30 víkur Guðný Maja Riba Pétursdóttir af fundi.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 12:45
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Hjálmar Sveinsson
Jórunn Pála Jónasdóttir Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
130._fundargerd_heilbrigdisnefndar_fra_23._juni_2022.pdf