Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 13

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2009, 5. janúar kl. 13.30 var haldinn 13. fundur heilbrigðisnefndar í fundarsal Hofi-ráðsalur, 7. hæð að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristján Guðmundsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Þórunn Benný Birgisdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og Garðar Mýrdal. Jafnframt sat fundinn Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Eygerður Margrétardóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Ís úr vél. Lögð fram skýrsla 2008 og kynning.
Ása Þorkelsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti.

2. PM endurvinnsla ehf. - Gufunesi, endurvinnsla plasts.
Lagt fram til kynningar bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 8. desember 2008.

3. Fjölskyldu og húsdýragarðurinn.
Lagt fram til kynningar bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 8. desember 2008.
Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn.

4. Efnistaka af hafsbotni í Kollafirði.
Lagt fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum dags. 21. nóvember 2008.

5. Mælingar á brennisteinsvetni og brennisteinsdíoxíði.
Lagt fram minnisblað umhverfis- og samgöngusviðs og bréf dags. 18. desember 2008.
Nefndin samþykkti samhljóða tillögu VG frá 10. fundi svo breytta:
Mikilvægt er að koma sem fyrst upp, í þeim íbúðarbyggðum Reykjavíkur sem næst eru Hellisheiðarvirkjun, mælistöðvum vegna nauðsynlegs eftirlits með loftgæðum, meðal annars til mælinga á brennisteinsvetni (H2S) og brennisteinstvíildi (SO2). Jafnframt þarf að efla rannsóknir og auka öryggiseftirlit vegna þessara lofttegunda á Hellisheiði í tengslum við þær virkjanaframkvæmdir sem þar er unnið að. Lögð er áhersla á að framkvæmd þessara mælinga og úrvinnsla sé á vegum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og/eða annara opinberra stofnana sem ekki sinna beinni hagsmunagæslu fyrir virkjunaraðila.

6. Samþykkt hundaleyfi..Lagður fram listi dags. 5. janúar 2009.

7. Útgefin starfsleyfi og tóbakssöluleyfi.
Lagður fram listi dags. 5. janúar 2009.

8. Lögð fram fram fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
Óskað er eftir upplýsingum um það hvaða efni er í þeim úða sem lögreglan notar gegn borgurum þar sem mótmæli eru höfð frami.
Er á vegum heilbrigðiseftirlitsins til leiðbeiningar um hvernig bregðast skal við heilsufarslegum áhrifum af slíkum úða?
Samkvæmt fréttum í erlendum fjölmiðlum hefur notkun á slíkum úða leitt til alvarlegra skaða í heilsu manna og í einhverjum tilvikum til dauðsfalla. Eru fyrirliggjandi verklagsreglur og vinnuleiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsfólk um viðbrögð við alvarlegum tilvikum sem geta fylgt notkun úðans?
Er að mati heilbrigðiseftirlitsins nauðsynlegt að koma á framfæri við almenning ráðgjöf varðandi viðbrögð vegan áhrifa úðans?“

Fundi slitið kl. 14.30

Kristján Guðmundsson
Elínbjörg Magnúsdóttir Þórunn Benný Birgisdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Garðar Mýrdal
Ólafur Jónsson