Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2018, 8. júní var haldinn 129. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal Hofi, 7. hæð austur að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 10.45. Viðstaddir voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson og Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Svava S. Steinarsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ,dags. 5. júní 2018, með beiðni um heimild heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að láta lagfæra skólplögn Miðstrætis 8a og 8b á kostnað eiganda. Einnig eru lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 20. mars 2018, 20. apríl 2018, og 17. maí 2018.
Samþykkt.
2. Lagðar fram fundargerðir 121. og 122. fundar framkvæmdarstjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.
3. Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 18. apríl 2018, um vatnsvinnslu í Vatnsendakrikum - tillaga að matsáætlun, dags. apríl 2018, og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. maí 2018.
4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2018, um breytingu á deiliskipulagi, Grænahlíð-Furugerði 23 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 28. maí 2018.
5. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 7. maí 2018, vegna lóðarvilyrðis Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á athafnasvæðinu á Hólmsheiði og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 30. maí 2018.
- Kl. 11.29 tekur Gréta Björg Egilsdóttir sæti á fundinum.
6. Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 4. júní 2018, með beiðni um staðfestingu heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að hafna umsókn leikskólans Laufásborgar að Laufásvegi 53-55 um að halda hænur. Einnig eru lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 18. maí 2015, 12. mars 2018 og 17. apríl 2018, og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 17. apríl 2015, 9. janúar 2018. Einnig er lagt fram bréf lögmanns um andmæli vegna bréfs Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 7. júní 2018.
Samþykkt.
Harpa Lind Björnsdóttir tekur sæti undir þessum lið.
7. Lagður fram listi, dags. 8. júní 2018, yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1292-1300.
8. Lagður fram listi, dags. 8. júní 2018, yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Fundi slitið 11:49
Sabine Leskopf
Diljá Ámundadóttir René Biasone
Björn Birgir Þorláksson Ólafur Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 8.6.2018 - prentvæn útgáfa