Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 128

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd  

Ár 2018, 4. maí var haldinn 128. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal Hofi, 7. hæð austur að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 11.33. Viðstaddir voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Björn Jón Bragason, Ólafur Jónsson og Gréta Björg Egilsdóttir, áheyrnafulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Svava S. Steinarsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.

Fundarritari var Örn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á skýrslu Nýsköpunarmiðstöðar dags. mars 2018; Svifryk um áramót 2017/2018 – mæling á málmum og PAH.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi bókun:

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur þakkar Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir kynningu á niðurstöðum mælinga á svifryksmengun áramótin 2017/2018. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hvetur sveitastjórnir á höfuðborgarsvæðinu ásamt öðrum heilbrigðisnefndum á svæðinu að taka niðurstöður skýrslunar alvarlega m.t.t. að skoða úrræði til að bregðast við þeirri miklu mengun sem niðurstöðurnar sýna með markmiði að minnka eða ná böndum á að slíkt endurtaki sig. Nefndin hvetur einnig löggjafann til að endurskoða lagaumhverfi með það í huga að draga úr heilsuskaðandi áhrifum flugelda. Mælingarnar sýna að um er að ræða efni í formi svifryks sem innihalda alla helstu málma og önnur hættuleg efni langt yfir öll viðmiðunarmörk og eru heilsuspillandi.

Hermann Þórðarson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekur sæti undir þessum lið.

2.    Lagt fram á ný erindi skrifstofu umhverfisgæða, dags. 4. júlí 2017, varðandi staðsetningu sorpíláta og hirðingu úrgangs frá bænum Þverárkoti, Mosfellsdal, við ánna Þverá, á vaði sbr. 7. mgr., 4. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík nr. 123/2017. 

Samþykkt.

Fulltrúi Pírata situr hjá.

-    Kl. 12:30 víkur René Biasone af fundinum.

Guðmundur B. Friðriksson tekur sæti undir þessum lið.

3.    Lögð fram drög að reglugerð um fráveitur of skólp dags. apríl og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 25. apríl 2018. 

4.    Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 20. apríl 2018, um flutning Efnarásarinnar ehf. á athafnasvæðið í Gufunesi og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 2. maí 2018.

5.    Lagður fram listi, dags. 4. maí 2018, yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1289 - 1292.

6.    Lagður fram listi, dags. 4. maí 2018, yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fundi slitið 12:44

Sabine Leskopf

Diljá Ámundadóttir     René Biasone

Björn Birgir Þorláksson    Björn Jón Bragason

Ólafur Jónsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 4.5.2018 - prentvæn útgáfa