No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2018, 13. apríl var haldinn 127. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal Hofi, 7. hæð austur að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 10.36. Viðstaddir voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Örn Þórðarson, Ragnheiður Héðinsdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir, áheyrnafulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Jón Ragnar Gunnarsson, Guðjón Ingi Eggertsson, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Svava S. Steinarsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á skýrslu Innri endurskoðunar, Bilun í skólpdælustöð við Faxaskjól, ásamt samantekt niðurstaðna, dags. 26. mars 2018.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi bókun:
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur farið yfir ábendingar Innri endurskoðunar. Um almennar ábendingar er að ræða, sumar þeirra eru þegar í farvegi og úr öðrum er ekki á færi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eins og sér að bæta úr s.s. gerð áhættumats en slíkt mun ávallt þurfa að vera samræmt á landsvísu. Nefndin tekur heils hugar undir ábendingu um úrbætur á upplýsingakerfi og að bæta þarf aðgengi Heilbrigðiseftirlitsins að þjónustu upplýsingadeildar Reykjavíkurborgar en sú vinna er þegar í farvegi hjá Reykjavíkurborg. Heilbrigðisnefndin beinir því til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að endurskoða viðbragðsáætlanir vegna frávika og skoða mögulegar endurbætur. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur undir með Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að þrátt fyrir sjónmengun og óþægindi var ekki um mengunarslys eða almannahættu að ræða en nefndin þakkar fyrir ábendingar sem fylgt verður eftir.
Sigrún Lilja Sigmarsdóttir og Hallur Símonarson frá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Örn Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram erindi nefndarsviðs Alþingis, dags. 27. febrúar 2018, vegna máls nr. 202, og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 20. mars 2018, um frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar.
3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfssemi, ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 13. mars 2018.
4. Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. mars 2018, um breytingu á svæðiskipulagi Höfuðborgarsvæðið 2040 vegna breyttrar afmörkunar vaxtarmarka atvinnusvæðis í Álfsnesvík. Einnig lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 21. mars 2018.
5. Lögð fram umsókn Fríðuhúss, dagþjálfunar minnissjúkra að Austurbrún 31, dags. 9. desember 2016, um að halda 4 hænur á sama stað ásamt eftirlitsskýrslu heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 28. mars 2018.
Samþykkt samhljóða.
6. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 13. mars 2018, um jarðgerð Moldablöndunnar ehf. í Gufunesi og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 26. mars 2018.
7. Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 12. mars 2018, um kláf Skálafells Panorama ehf. í Skálafelli og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 22. mars 2018.
- Kl. 12.31 víkur Björn Birgir Þorláksson af fundinum.
8. Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 27. febrúar 2018, um lagningu háspennustrengs og ljósleiðara í Kóngsgili í Bláfjöllum og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 20. mars 2018.
9. Lagt fram erindi nefndarsviðs Alþingis dags. 6. mars 2018, um mál nr. 248 varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um mat á umhverfisáhrifum og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlinda (sérstök kæruheimild vegna athafna og athafnaleysis) og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 28. mars 2018.
10. Lagt fram erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 6. mars 2018, um drög að reglugerð um losun frá atvinnurekstri og umhverfiseftirlit, mál nr. 27/2018 á samradsgatt.island.is og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 5. apríl 2018.
11. Lagt fram erindi nefndarsviðs Alþingis, dags. 12. mars 2018, varðandi mál nr. 330 ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 22. mars 2018, um frumvarp til laga um breytingar á lögum um matvæli og lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.
12. Lagt fram erindi nefndarsviðs Alþingis, dags. 12. mars 2018, varðandi mál nr. 331 ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 22. mars 2018, um frumvarp til laga um Matvælastofnun.
13. Lagður fram listi, dags. 13. apríl 2018, yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1283-1288.
14. Lagður fram listi, dags. 13. apríl 2018, yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Fundi slitið 13.15
Sabine Leskopf
Diljá Ámundadóttir René Biasone
Björn Birgir Þorláksson Örn Þórðarson
Ragnheiður Héðinsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 13.4.2018 - Prentvæn útgáfa