Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2018, 9. febrúar var haldinn 124. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal Hofi, 7. hæð austur að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 10.38. Viðstaddir voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Örn Þórðarson, Ólafur Jónsson og Gréta Björg Egilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Örn Sigurðsson og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Sigurjóna Guðnadóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 9. janúar 2018, um leyfi til að halda hænur á leikskólanum Laufásborg.
Samþykkt að vísað málinutil meðferðar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
2. Fram fer kynning á eftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavík með neysluvatni í dreifikerfi í Reykjavík og eftirliti með Veitum ohf.
3. Lögð fram fundargerð Framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu nr. 119 og ársskýrsla Framkvæmdastjórnar fyrir árið 2017.
Kristín Lóa Ólafsdóttir tekur sér sæti undir þessum lið.
4. Lagt fram bréf Landsnets, dags. 23. janúar 2018, þar sem óskað er endurnýjun starfsleyfi fyrir byggingu Lyklafellslínu 1. Einnig lögð fram starfsleyfi og starfsleyfisskilyrðum heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis vegna lagningu Lyklafellslínu til endurskoðunar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, útgefnu 9. júní 2017, útrunnið 31. október 2017. Einnig lagt fram áhættumat Eflu fyrir vatnsvernd vegna Sandskeiðslínu 1 og tengivirki á Sandskeiði, dags. 2. febrúar 2017, og rýni ÍSOR á skýrslunni, dags. 15. maí 2017.
Málinu er frestað.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi bókun:
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ítrekar fyrri umsagnir um línulögn á vatnsverndarsvæði höfuðborgarbúa og áhættu á mengun grunnvatns og að gætt verði ítrasta öryggis og skilyrða til að fyrirbyggja að slys verði. Forsendur framkvæmda við styrkingu á dreifingu raforku hafa breyst talsvert frá því að umhverfismat fór fram árið 2009 og Hæstiréttur úrskurðað að ágallar séu á því mati. Breyttar forsendur felast m.a. í því að núverandi háspennulínur eru vannýttar u.þ.b. 40%. Orkuþörf til stóriðju á Helguvík er óörugg og töluvert minni en þegar fyrirhugað álver var skipulagt. Orkuþörf til Straumsvíkur er líka í óvissu. Ljóst er að núverandi kerfi mun mæta þörf raforku á Suðvesturlandi a.m.k. næstu 10-15 árin. Þess vegna telur heilbrigðisnefnd Reykjavíkur að ákvarðanir um að fara í slíkar framkvæmdir eiga að byggja á nýju mati á umhverfisáhrifum sem tekur að fullu tilliti til verndunar vatns fyrir komandi kynslóðir frekar en auðveldasta leið að leggja háspennulínur sé í forgrunni. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins eru ákvæði um verndun grunnvatns til langrar framtíðar. Borgarbúar hafa rétt á verndun neysluvatnsins og tjón á því gæti verið óafturkræft eða mjög dýrkeypt fyrir samfélagið. Það er heilbrigðisnefndanna á höfuðborgarsvæðinu og allra að standa saman vörð um grunnvatnið sem sér ríflega helmingi landsmanna fyrir neysluvatni og er í dag af hæsta gæðaflokki.
Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins situr hjá við bókunina.
5. Lögð fram lýsing starfshóps um vöktun á vatnafari og lífríki í Vatnsmýrinni og Tjörninni vegna framkvæmda við Hlíðarend, dags. 19. mars 2014, ásamt minnisblaði Verkfræðistofnunnar Vatnaskila, dags. 30. janúar 2018.
Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 12.33 víkur Ólafur Jónsson af fundinum.
6. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, dags. 17. nóvember 2017, um forsögn rammaskipulags fyrir þróunarsvæði 5 Nýja Skerjafjörð og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 14. desember 2017, ásamt skýrslu um forrannsókn á jarðvegsmengun á Skeljugslóðinni við Skerjafjörð, dags. ágúst 1998.
Fulltrúar Framsóknar og Flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins árétta að vitað er til þess að mikil olíumengun sé í jarðvegi þar sem athafnarsvæði Skeljungs við Skerjafjörð var áður, eins og fram kemur í umsögn Heilbrigðiseftirlitsins frá 14. desember síðastliðnum. Nauðsynlegt gæti reynst að fara í umfangsmikla hreinsun á svæðinu áður en þar er hægt að reisa íbúabyggð og hefur Heilbrigðiseftirlitið bent Borgarstjórn Reykjavíkur á það í mörg ár. Eins kemur fram í umsögninnni að mögulega þarf að hreinsa jarðveg á staðnum þar sem ekki er til staðar móttökustaður fyrir mengaðan jarðveg og myndi slík hreinsun fresta uppbyggingu.
7. Lagður fram listi, dags. 9. febrúar 2018, yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1267-1273.
8. Lagður fram listi, dags. 9. febrúar 2018, yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Fundi slitið kl. 12.47
Sabine Leskopf
Diljá Ámundadóttir René Biasone
Björn Birgir Þorláksson Örn Þórðarson
Ólafur Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 9.2.2018 - Prentvæn útgáfa