Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 123

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2018, 12. janúar var haldinn 123. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal Hofi, 7. hæð austur að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 10.38. Viðstaddir voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Ólafur Jónsson og Gréta Björg Egilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.

Fundarritari var Sigurjóna Guðnadóttir.

Þetta gerðist:

1.    Tilkynnt um ráðningu Sesselju Maríu Sveinsdóttur í stöðu heilbrigðisfulltrúa.

-    kl. 10.40 tekur Björn Birgir Þorláksson sæti á fundinum.

2.    Fram fer kynning á á vöktun loftgæða í Reykjavík árið 2017 og um áramót 2017/2018.

Svava Svanborg Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir taka sér sæti á fundinum undir þessum lið. 

Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ítrekar ábendingar í fjölmörgum umsögnum til margra ára og álit nefndarinnar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að setja þurfi  í löggjöf heimildir fyrir heilbrigðisnefndir sveitarfélaga að grípa til tímabundinna ráðstafanna þegar ástand loftgæða er þannig að líklegt sé að fari yfir heilsuverndarmörk eða sé heilsuspillandi.  Hér er um að ræða heimildir til að takmarka umferð meðan ástand er óviðunandi s.s. með að hægja á henni, banna akstur ákveðinna ökutækja á vissum svæðum og takmarka nagladekkjanotkun.   Einnig þarf að auka heimildir og auðvelda boðleiðir til að fyrirskipa hreinsun gatna ásamt rykbindingu sbr. ákvæði í Viðbragðsáætlun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um loftgæði. Leita þarf allra  leiða til að koma í veg fyrir óviðunandi og heilsuspillandi ástand eins og skapaðist um nýliðin áramót. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hvetur sérstaklega til þess að takmarka frekar notkun flugelda sem innihelda mikið magn af þungmálmum, og veita heimild til að takmarka almennt notkun á flugeldum þegar aðstæður benda til þess að heilsufarsleg hætta geti skapast og að farið verði í átak um að takmarka neikvæð áhrif flugelda á loftgæði innan marka borgarinnar, á nærliggjandi svæði eins og vatnsverndarsvæði og sjó, slysahættu sem og velferð dýra. Heilbrigðisnefnd leggur mikla áherslu á að Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík  fái fjárveitingu fyrir búnaði til að vakta fína svifrykið PM2,5 sem er hvað hættulegast heilsu.

3.    Fram fer kynning á vöktun gæða strandsjávar í Reykjavík 2017.

Svava Svanborg Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

4.    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar um jarðgerð í Gufunesi, dags. 27. nóvember 2017, og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12. desember 2017, um jarðgerð Íslenska gámafélagsins í Gufunesi.

Svava Svanborg Steinarsdóttir og Guðjón Ingi Eggertsson taka sér sæti á fundinum undir þessum lið.

5.    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. nóvember 2017 um forsögn rammaskipulags fyrir þróunarsvæði 5 Nýja Skerjafjörð og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. desember 2017.

Svava Svanborg Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir taka sér sæti á fundinum undir þessum lið.

6.    Fram fer kynning á frávikum í neysluvatnssýnum Veitna ohf. þann 9. janúar 2018.

7.    Lagður fram listi, dags. 12. janúar 2018, yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1260-1266.

8.    Lagður fram listi, dags. 12. janúar 2018, yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 13.03

Sabine Leskopf

Diljá Ámundadóttir     René Biasone

Björn Birgir Þorláksson    Herdís Anna Þorvaldsd.

Ólafur Jónsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 12.1.2018 - Prentvæn útgáfa