Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2017, 8. desember var haldinn 122. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal: Hofi, 7. hæð austur, að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 10.36. Viðstödd voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Björn Gíslason, Ólafur Jónsson og Gréta Björg Egilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn:Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:
1. Kynningar á köflum um loftgæði, hljóðvist og vatn í umsókn Reykjavíkurborgar um Grænu borg Evrópu.
Svava Svanborg Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir taka sér sæti undir þessum lið.
2. Kynning á stöðu mála varðandi olíumengun við Krókháls og í Grófarlæk.
Kristín Lóa Ólafsdóttir tekur sér sæti undir þessum lið.
3. Lagt fram erindi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 13. nóvember 2017, um breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Einnig er lögð fram fundargerð 118. fundar framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 30. nóvember 2017.
4. Lagt fram erindi Bréfdúfufélags Íslands, dags. 4. október 2017, umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. nóvember 2017, og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. desember 2017.
Svava Svanborg Steinarsdóttir tekur sér sæti undir þessum lið.
5. Lagður fram listi, dags. 8. desember 2017, yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1255-1260.
6. Lagður fram listi, dags. 8. desember 2017, yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Fundi slitið kl. 12.35
Sabine Leskopf
Diljá Ámundadóttir René Biasone
Björn Birgir Þorláksson Björn Gíslason
Ólafur Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 8.12.2017 - Prentvæn útgáfa