Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 120

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2017, 13. október var haldinn 120. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hofi, 7. hæð austur, að Borgartúni 12-14 og hófst kl. 10.36. Viðstödd voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Héðinsdóttir og Jóna Björg Sætran. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.

Fundarritari var Óskar Ísfeld Sigurðsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 2018.

Samþykkt.

Hreinn Ólafsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lögð fram tillaga að óbreyttum gjaldskrám fyrir heilbrigðis- og mengunareftirlit og óbreytt gjald vegna hundaeftirlits í Reykjavík.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

Hreinn Ólafsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lögð fram drög að gjaldskrá vegna sorphirðu í Reykjavíkurborg.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur gerir ekki athugasemd við drög að gjaldskrá um sorphirðu í Reykjavík.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

Guðmundur Benedikt Friðriksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Lögð fram skýrsla Umhverfisstofnunar, Samantekt á stöðu fráveitumála á Íslandi 2014, dags. maí 2017, bréf Umhverfisstofnunar dags. 19. september 2017, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. október 2017.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram eftirfarandi bókun:

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Heilbrigðisnefnd lýsir yfir vonbrigðum með að ekki hafi verið haft samráð fyrir útgáfu skýrslunnar. Jafnframt óskar heilbrigðisnefnd eftir við Umhverfisstofnun að tekið verði tillit til athugasemda Heilbrigðiseftirlitsins og leiðrétt þar sem þörf er á. Heilbrigðisnefnd lýsir jafnframt áhuga á auknu samstarfi og samráði við Umhverfisstofnun um þau mikilvægu málefni sem eru framundan.

Svava Svanborg Steinarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lögð fram almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir samkomustaði, gististaði, starfsleyfisskilyrði fyrir matsöluvagna, sölubása og færanlega matvælastarfsemi aðra en matsöluvagna.

Samþykkt.

6. Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 28. september 2017, vegna erindis Útlendingastofnunar um tímabundna undanþágu frá ákvæðum reglugerðar nr. 941/2002 vegna húsnæðis fyrir umsækjendur um vernd að Bíldshöfða og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 9. október 2017, til umhverfis- og auðlindaráðuneytis um umsókn Útlendingastofnunar.

7. Lögð fram drög að reglugerð um (6) breyting á reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti tilslökun vegna gæludýra og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 9. október 2017.

8. Lögð fram skýrsla Náttúrufræðistofu Kópavogs, Lífríki Tjarnarinnar 2015-2016, dags. maí 2017.

Snorri Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Lagður fram listi, dags. 13. október 2017, yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1242-1249.

10. Lagður fram listi, dags. 13. október 2017, yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 13.17

Sabine Leskopf

Diljá Ámundadóttir  René Biasone

Björn Birgir Þorláksson Ragnheiður Héðinsdóttir

Herdís Anna Þorvaldsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 13.10.2017 - prentvæn útgáfa