Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 118

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2017, 22. ágúst var haldinn 118. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal: Hofi, 7. hæð austur, að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 14.19. Viðstödd voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Ólafur Jónsson og Gréta Björg Egilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram leiðrétting á bókun við dagskrárlið nr. 5 á 117. fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 16. júní 2017.

Heilbrigðisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Á undanförnum árum hefur gæludýrahald aukist í Reykjavíkurborg auk þess sem kröfur um velferð dýra hafa aukist. Samkvæmt lögum um velferð dýra. nr. 55/2013 og reglugerð um velferð gæludýra nr. 80/2016 hvíla ákveðnar skyldur á sveitarfélögum s.s. vegna geymslu á handsömuðum dýrum. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur telur brýnt að Reykjavíkurborg bregðist við þessum skyldum. Mikilvægt er einnig að umhverfis- og auðlindaráðuneytið flýti endurskoðun reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 hvað varðar ákvæði um gæludýr þannig að hægt sé að fara í endurskoðun heilbrigðissamþykkta nefndarinnar er varða dýr og dýrahald.  Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hvetur jafnframt Borgarráð að hrinda af stað samræmingu og endurskoðun á málaflokknum með velferð dýra og hollustuhætti borgarbúa að leiðarljósi.

2. Kynning á bilun í búnaði skólpdælustöðvar Veitna ohf. í Faxaskjóli og eftirliti Heilbrigðiseftirlitis Reykjavíkur.  Jafnframt lagt fram tölvubréf borgarráðs dags. 2. júlí 2017 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. ágúst 2017.

Svava Svanborg Steinarsdóttir tekur sæti undir þessum lið.

3. Kynning á olíumengunarslysi í Grafarvogslæk og rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.  Einnig er lagt fram bréf Íbúasamtaka Grafarvogs dags. 20. júlí 2017 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 2. ágúst 2017.

4. Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 18. júlí 2017 um höfnun beiðni Samtaka verslunar og þjónustu um endurupptöku mál varðandi vörulosun í miðbænum.

5. Lagt fram erindi Skrifstofu umhverfisgæða dags. 4. júlí 2017 varðandi staðsetningu sorpíláta og hirðingu úrgangs frá bænum Þverárkoti, Mosfellsdal, við ánna Þverá, á vaði sbr. 7. mgr., 4. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík nr. 123/2017.

Frestað.

Guðmundur B. Friðriksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. júlí 2017 og 18. ágúst 2017 þar sem lagt er fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar að samþykkja hreinsun úrgangs á kostnað eiganda á lóð að Fjölnisvegi 5.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir samhljóða hreinsun lóðarinnar á Fjölnisvegi 5 á kostnað eiganda.

7. Lagt fram svarbréf Matvælastofnunar vegna samráðs og samstarfs dags. 23. júní 2017. 

8. Lögð fram til kynningar skýrsla, Uppruni svifryks í Reykjavík, rannsóknaverkefni Vegagerðarinnar 2015, dags. 28. júní 2017.

Svava Svanborg Steinarsdóttir tekur sæti undir þessum lið.

9. Fram fer umræða um fundartíma heilbrigðisnefndar Reykjavíkur haust 2017-vor 2018.

Samþykkt er að halda fundi heilbrigðisnefndar annan föstudag hvers mánaðar.

10. Lagður fram listi dags. 22. ágúst 2017 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1222 -1237.

11. Lagður fram listi, dags. 22. ágúst 2017, yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 15.50

Sabine Leskopf

Diljá Ámundadóttir  René Biasone

Björn Birgir Þorláksson Ólafur Jónsson

Herdís Anna Þorvaldsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 22.8.2017 - prentvæn útgáfa