Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 115

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2017, 3. apríl var haldinn 115. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal Hofi, 7. hæð austur að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 14.32. Viðstödd voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Arnaldur Sigurðarson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Héðinsdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir og Sigríður J. Jónsdóttir.

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavik, dags. 9. mars 2017, um breytingar á fulltrúum í heilbrigðisnefnd.

2. Lagt fram erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 24. febrúar 2017, varðandi tilraunaverkefni um að leyfa gæludýr í strætisvögnum og umsögn heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, dags. 3. apríl 2017, auk erindis Strætó bs., dags. 7. september 2016, ásamt greinargerð og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 22. september 2016.

Samþykkt með vísan í umsögn heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um tilraunaverkefni að leyfa gæludýr í strætisvagna, dags. 3. apríl 2017.

Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Héðinsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

Fólk með ofnæmi og ofsakvíða eigi að hafa forgang í almenningssamgöngur umfram gæludýr. Fulltrúarnir telja að fyrirliggjandi mat á afleiðingum og mótvægisaðgerðum sé ekki fullnægjandi. Verði tilraunaverkefninu hleypt af stað er mikilvægt að það verði einungs gert á ákveðnum tímum og í ákveðnum vögnum líkt og í Danmörku þannig að fólk sem þjáist af slæmu ofnæmi eða kvíða geti forðast þá. Einnig er mikilvægt að verkefnið verði rýnt aftur að loknu 12 mánaða reynslutímabilinu með öllum hagsmunahópum til þess að meta hvernig til hefur tekist.

Meirihlutinn leggur fram svohljóðandi bókun:

Meirihlutinn ítrekar að um er að ræða tilraunaverkefni í kjölfar skýrslu sem unnin var af þverfaglegum starfshópi. Eins og fram kemur í umsögninni leggur heilbrigðisnefnd Reykjavíkur áherslu á að tryggja aðkomu heilbrigðiseftirlitsins við eftirlit og úrvinnslu verkefnisins sem og að byggja umsögn um mögulegt framhald á reynslu vegna tilraunarinnar og að meginmarkmið hollustuháttalaga sé tryggt.

Óskar Björgvinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lögð fram drög að starfsleyfi Matfugls ehf., ásamt greinargerð, dags. 3. apríl 2017.

Samþykkt.

Ásgeir Björnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Lögð fram umsókn, dags. 6. september 2015, um hænsnahald að Bauganesi 7 fyrir 2–4 hænum.

Samþykkt.

Ragnheiður Héðinsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

5. Lagður fram tölvupóstur umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 3. mars 2017, og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 8. mars 2017, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúðum fyrir drykkjarvörur (EES reglur, stjórnvaldssektir o.fl.).

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi bókun:

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ítrekar áður framkomna skoðun að færa eigi sem mest eftirlit til Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og að þvingunarúrræði fylgi því eftirliti án undantekninga. Eins leggur nefndin áherslu á að gjaldskrár heilbrigðiseftirlits gildi varðandi eftirlitið á hverjum tíma. Nefndin leggur auk þess ríka áherslu á að haft sé samráð við heilbrigðisnefnd Reykjavíkur/Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í svo stórum málum er varðar starfssvið þess.

6. Fram fer kynning á verkefni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um losun fitu í fráveitu frá matvælafyrirtækjum og notkun fituskilja í fráveitu.

Svava Svanborg Steinarsdóttir og Ingibjörn Guðjónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Fram fer kynning á niðurstöðum heilbrigðiseftirlits með hávaða á kvikmynda- og leiksýningum fyrir börn.

Svava Svanborg Steinarsdóttir og Ingibjörn Guðjónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Fram fer kynning á niðurstöðum heilbrigðiseftirlits með Þorramat 2017.

Ágúst Thorstensen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Lagður fram listi yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, dags. 3. apríl 2017. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1197 – 1200.

10. Lagður fram listi yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, dags. 3. apríl 2017.

Fundi slitið kl. 15.41

Sabine Leskopf

Diljá Ámundadóttir  René Biasone

Arnaldur Sigurðarson Ragnheiður Héðinsdóttir

Herdís Anna Þorvaldsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 3.4.2017 - Prentvæn útgáfa