Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 113

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2017, 10. febrúar var haldinn 113. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal Arnarholti, 3. hæð austur að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 10.36. Viðstaddir voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson og Ragnheiður Héðinsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson og Rósa Magnúsdóttir.

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram til kynningar minnisblað Environmental Consult Iceland dags. nóvember 2016 um örplast í fráveituvatni, hugsanlegar leiðir til úrbóta.

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur frá Environice tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lögð fram drög að sértækum starfsleyfisskilyrðum ásamt greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir alifuglabú Matfugls ehf. að Melavöllum, Kjalarnesi og umsögn Umhverfisstofnunar dags. 1. febrúar 2017.

Samþykkt samhljóða að auglýsa framlagða tillögu að sértækum starfsleyfisskilyrðum ásamt greinargerð m.v.t. gr. 24.1 í reglugerð 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun sbr. 5. gr. a. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Ásgeir Björnsson heilbrigðisfulltrúi og Svava S. Steinarsdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

3. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál nr. 56/2015.

4. Lögð fram tillaga Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um afturköllun leyfa Jóhanns Vísis Gunnarssonar til hundahalds á sex hundum að Álfabrekku, Suðurlandsbraut 27.

Samþykkt samhljóða.

Helgi V. Helgason og Óskar Björgvinsson hundaeftirlitsmenn taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Fram fer kynning á loftgæðum um áramót 2016/2017 í Reykjavík.

Svava S. Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Fram fer kynning á niðurstöðum vöktunar á strandsjó í Reykjavík 2016.

Svava S. Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Lögð fram fundargerð 115. fundar Framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu og Ársskýrslu 2016.

8. Lagt fram erindi Hraunvina dags. 3. janúar 2017 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 24. janúar 2017.

Svava S. Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Lagður fram listi, dags. yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur10. febrúar 2017. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1184 – 1189.

10. Lagður fram yfir listi samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, dags. 10. febrúar 2017.

Fundi slitið kl. 12.45.

Sabine Leskopf

Diljá Ámundadóttir  René Biasone

Björn Birgir Þorláksson Ragnheiður Héðinsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 10.2.2017 - Prentvæn útgáfa