No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2017, 17. janúar var haldinn 112. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal Kerhólum, 7. hæð vestur að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 14:23. Viðstaddir voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Björn Gíslason, Ólafur Jónsson og Hörður Gunnarsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson og Rósa Magnúsdóttir. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
1. Lagt til að fastur fundartími heilbrigðisnefndar Reykjavíkur sé 2. föstudagur í hverjum mánuði frá kl. 10:30 - 13:00.
Samþykkt.
2. Lögð fram umsókn Landspítala háskólasjúkrahúss dags. 12. desember 2016 um heimsóknir sérþjálfaðra heimsóknarhunda á Landspítala Landakot sbr. undanþáguákvæði 19. gr. reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002.
Samþykkt.
3. Lögð fram starfsleyfisumsókn Björgunar ehf. dags. 11. nóvember 2016 um óbreytt malar- og sandnám að Sævarhöfða 33, sem og gögn varðandi starfsleyfisumsóknina; umsögn Skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2016, bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. desember og 22. desember 2016, bréf Björgunar ehf. dags. 21. desember 2016 og 6. janúar 2017 og bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 22. desember 2016. Jafnframt er lögð fram tillaga fulltrúa Samtaka atvinnulífsins þar sem lagt er til að afgreiðsla umsóknar Björgunar ehf. um starfsleyfi fyrir malar- og sandnáms dags. 11. nóvember 2016 verði frestað fram til næsta fundar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, sem og að aflað verði umsagnar borgarlögmanns áður en erindið verður afgreitt.
Tillagan er felld með þremur atkvæðum fulltrúa Samfylkingar Sabine Leskopf, fulltrúa Bjartrar framtíðar Diljár Ámundadóttur og fulltrúa Vinstri- grænna René Biasone, gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Björns Gíslasonar og fulltrúa Samtaka atvinnulífsins Ólafs Jónssonar. Fulltrúi Pírata Björn Birgir Þorláksson sat hjá við afgreiðslu erindisins.
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samtaka atvinnulífsins Ólafs Jónssonar:
Í október sl. var gerður samningur á mill Faxaflóahafna sem landeiganda og Björgunar sem kveður á um lóðaskil, frágang og hreinsun svæðis og gerð nýrrar landfyllingar við Sævarhöfða. Samningurinn gerir ráð fyrir starfsemi Björgunar á svæðinu fram til 31/5/2019. Í kjölfarið sótti Björgun um endurnýjun starfsleyfis vegna starfsemi sinnar á lóðinni og er umsóknin staðfest af Faxaflóahöfnum sem eiganda lóðar og fasteigna sem leigð eru Björgun. Með umsókn um starfsleyfið fylgir tímasett brottflutningsáætlun dags. 8/12/2016 þar sem fram kemur hvernig starfseminni verður lokað með brottflutningi búnaðar. Líta má á starfsleyfisumsókn Björgunar sem lokunarstarfsleyfi í aðdraganda lóðarskila til eiganda lóðarinnar, Faxaflóahafna, sem ráðgerð eru 31/5/2019. Í samræmi við ákvæði reglugerðar 214/2014, skal útgefandi starfsleyfis þ.e. heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leita umsagnar viðkomandi skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa um gildandi aðalskipulag, landnotkun og byggðaþróun. Fyrir liggur umsögn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 9. desember 2016, þar sem fram kemur að það séu forsendur til að veita Björgun tímabundið starfsleyfi á grundvelli samnings og skammtímaleigusamnings um afnot lands og bygginga, milli Faxaflóahafna og Björgunar. Á grundvelli umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um aðalskipulag, samnings Faxaflóahafna um lóðaskil, frágang og hreinsun svæðis og hagsmuna Reykjavíkurborgar um að stefnumörkun um landnotkun á svæðinu nái fram að ganga, er lagt til að heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar veiti Björgun tímabundið starfsleyfi.
Tillagan er felld með þremur atkvæðum fulltrúa Samfylkingar Sabine Leskopf, fulltrúa Bjartrar framtíðar Diljár Ámundadóttur og fulltrúa Vinstri- grænna René Biasone, gegn atkvæði fulltrúa Samtaka atvinnulífsins Ólafs Jónssonar. Fulltrúi Pírata Björn Birgir Þorláksson og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Björn Gíslason sátu hjá við afgreiðslu erindisins.
Tekin til afgreiðslu umsókn Björgunar ehf. um óbreytt starfsleyfi fyrir malar- og sandvinnslu dags. 11. nóvember 2016 sbr. bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. desember 2016 um fyrirhugaða synjun umsóknarinnar, sem og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2016, þar sem fram kemur að starfsemin samræmist ekki ákvæði aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030.
Umsókn Björgunar um útgáfu óbreytts starfsleyfis fyrir malar- og sandvinnslu er synjað með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar Sabine Leskopf, fulltrúa Bjartrar framtíðar Diljár Ámundadóttur, fulltrúa Pírata Björns Birgis Þorlákssonar og fulltrúa Vinstri- grænna René Biasone gegn atkvæði fulltrúa Samtaka atvinnulífsins Ólafs Jónssonar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Björn Gíslason sat hjá við afgreiðslu málsins.
4. Lagt fram til kynningar minnisblað Environmental Consult Iceland, dags. nóvember 2016, um örplast í fráveituvatni, hugsanlegar leiðir til úrbóta.
Frestað.
5. Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar dags. 29. desember 2016 varðandi markmið um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs árið 2020.
6. Lögð fram drög að kerfisáætlun Landsnets sjá á vefslóð http://www.landsnet.is/landsnet/upplysingatorg/skyrslur/ og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. janúar 2017.
7. Lagður fram listi, dags. 17. janúar 2017, yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1177 - 1183.
8. Lagður fram listi, dags. 17. janúar 2017, yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Fundi slitið kl. 16:30.
Sabine Leskopf
Diljá Ámundadóttir René Biasone
Björn Birgir Þorláksson Björn Gíslason
Ólafur Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 17.1.2017 - prentvæn útgáfa