Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 111

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2016, 13. desember var haldinn 111. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal Hofi, 7. hæð austur að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 14.44. Viðstaddir voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, Heimir Janusarson, Ólafur Jónsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Rósa Magnúsdóttir. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á ráðningu nýrra starfsmanna hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavikur, Ástrúnu Evu Sívertsen og Herdísi Unni Valsdóttir.

2. Fram fer umræða um starfsáætlun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 2017.

3. Fram fer kynning á fjölmenningarþingi haldið í febrúar 2017.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur felur framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að skoða hvort og þá hvernig Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar sem verður haldið í febrúar 2017 gæti nýst Heilbrigðiseftirlitinu sem best í þjónustu við borgarbúa af erlendum uppruna.

4. Kynning á stöðu mála í kjölfar bruna 29. nóvember sl. hjá Hringrás hf. Klettagörðum 9 og lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. desember 2016 og 8. desember 2016.

Kynnt.

Guðjón Ingi Eggertsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Kynning á umsókn Björgunar hf. Sævarhöfða um framlengingu á starfsleyfi til sand- og malarvinnslu.

Kynnt.

6. Lögð fram drög að breyttri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík. Í drögunum hefur verið tekið tillit til athugasemda sem fram koma í bréfi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 16. nóvember 2016, varðandi drög að endurskoðaðr samþykkt sem voru samþykkt í Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur 22. febrúar sl. og borgarstjórn 3. maí sl.

Samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

Eygerður Margrétardóttir  og Guðmundur B. Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. nóvember 2016 vegna fyrirhugaðar höfnunar á leyfi til hænsnahalds að Samtúni 6.

Samþykkt.

8. Lagt fram erindi Skipulagsfulltrúans í Reykjavík, dags. 14. nóvember 2016, varðandi breytingu á landnotkunarskilmálum í miðbæjarkjarna M1a í aðalskipulagi, takmarkanir á gistiþjónustu ásamt umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 30. nóvember 2016.

Svava Svanborg Steinarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Lögð fram drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald dags. 2. nóvember 2016 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 17. nóvember 2016.

Aron Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- kl. 16.05 víkur Herdís Anna Þorvaldsdóttir af fundinum.

10. Lagður fram listi yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, dags. 13. desember 2016. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1170-1176.

11. Lagður fram listi yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, dags. 13. desember 2016.

Fundi slitið kl. 16.20

Sabine Leskopf

Ólafur Jónsson Diljá Ámundadóttir Heimir Janusarson

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 13.12.2016 - Prentvæn útgáfa