Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 108

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2016, 8. nóvember var haldinn 108. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal Hjarðarnesi 3. hæð vestur að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 14:38. Viðstaddir voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Björn Gíslason og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir og Óskar Í. Sigurðsson. dags. 8. nóvember 2016

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á 9. mánaða uppgjöri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

2. Lögð fram til samþykktar sértæk starfsleyfisskilyrði fyrir alifuglabú Brúneggja, Brautarholti 5, Kjalarnesi. Einnig voru kynnt drög að greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna athugasemda við starfsleyfisskilyrðin.

Samþykkt.

Ásgeir Björnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 14:54 tekur Ólafur Jónsson sæti á fundinum.

3. Umræða um þéttingu byggðar; m.a. sorpmál, atvinnustarfsemi sem er til staðar í tilvonandi íbúðarhverfum, hávaðavarnir á framkvæmdatíma og kröfur Reykjavíkurborgar í framkvæmdaleyfum.

Eygerður Margrétardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Heilbrigðinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Heilbrigðisnefnd hefur rætt ítarlega um málefni sem falla undir starfssvið Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur varðandi þéttingu byggðar, eins og frávik frá hljóðvistarkröfum, hagsmunaárekstrar á framkvæmdatíma, sorphirðu og fleira. Nefndin vísar í því sambandi til óskar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um endurskoðun reglugerðar nr. 724/2008 um hávaða frá framkvæmdum í íbúðabyggð. Einnig bendir nefndin á að ákvæði í deiluskipulagi borgarinnar þurfa í auknum mæli að taka tillit til breytinga sem blönduð byggð hefur í för með sér fyrir íbúa slíkra svæða.

4. Lögð fram umsagnarbeiðni umhverfis- og skipulagssvið dags. 24. október og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 26. október 2016 um breytingu á deiliskipulagi Vísindagarða HÍ.

Svava Svanborg Steinarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lagður fram listi dags. 8. nóvember 2016 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur nr. 1066-1169.

6. Lagður fram listi yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, dags. 8. nóvember 2016.

Fundi slitið kl. 16:22

Sabine Leskopf

Ólafur Jónsson Björn Gíslason

Dilja Ámundadóttir Björn Birgir Þorláksson

René Biasone

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 8.11.2016 - prentvæn útgáfa