Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 107

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2016, 19. október  kl. 14.30 var haldinn 107. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal Hjarðarnesi 3. hæð vestur að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófts kl. 14:31. Viðstaddir voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, Björn Birgir Þorláksson, Björn Gíslason, Heimir Janusarson og Hörður Gunnarsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir og Óskar Í. Sigurðsson.

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Strætó bs., dags. 7. september 2016, vegna umsagnarbeiðnar um gæludýr í strætisvögnum. Einnig lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 22. september 2016.

-  Kl. 14.56 tekur Ólafur Jónsson sæti á fundinum.

2. Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 21. september og 26. september 2016, varðandi undanþágu frá ákveðnum ákvæðum reglugerðar nr. 941/2002 vegna reksturs neyðarskýlis að Krókhálsi 5b og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 22. september 2016.

3. Fram fer kynning á aðgerðum vegna veggjalúsar í húsnæði.

4. Lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 15. mars 2016, varðandi umsóknir Stefáns Ulrich Wernerssonar, dags. 4. júlí 2014, um leyfi til að starfrækja íbúðagistingu að Njálsgötu 92, umsókn Munus Nostri ehf., dags. 9. júlí 2014, um leyfi til að starfrækja íbúðagistingu að Bókhlöðustíg 6 og umsókn Sandheima ehf., dags. 4. júní 2015, um leyfi til að starfrækja íbúðagistingu að Bríetartúni 16,  með tillögu um að umsóknunum verði synjað þar sem ekki er hægt að uppfylla ákvæði 14. gr. reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002. Einnig lagðar fram umsagnir Byggingafulltrúans í Reykjavík dags. 14. ágúst 2014, 24. júlí 2015 og 14. september 2015.

Samþykkt.

5. Lagður fram listi yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur nr. 1158-1164. dags. 19. október 2016.

6. Lagður fram listi yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, dags. 19. október 2016.

Fundi slitið kl. 15.38

Sabine Leskopf

Ólafur Jónsson Björn Gíslason

Dilja Ámundadóttir Björn Birgir Þorláksson Heimir Janusarson

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 19.10.2016 - Prentvæn útgáfa