Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2016, fimmtudaginn 22. september var haldinn 106. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal Arnarholti 3. hæð austur að Borgartúni 12-14 og fundurinn hófst kl. 14:17. Viðstaddir voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Björn Gíslason og Hörður Gunnarsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir og Óskar Í. Sigurðsson.
Fundarritari var Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram gjaldskrá varðandi sorphirðugjöld í Reykjavík.
Örn Sigurðsson og Guðmundur B. Friðriksson kynntu.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur farið yfir drög að gjaldskrá vegna sorphirðu frá heimilum í Reykjavík og sér ekki ástæðu til athugasemda. Björn Gíslason situr hjá við afgreiðslu umsagnarinnar.
Guðmundur B. Friðriksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 14.25 tekur Ólafur Jónsson sæti á fundinum.
2. Lögð fram fjárhags- og starfsáætlun og gjaldskrár Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og hundaeftirlits.
Starfsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir árið 2017 er samþykkt. Björn Gíslason fulltrúi D-lista sat hjá.
Gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit í Reykjavík fyrir árið 2017 er samþykkt. Björn Gíslason fulltrúi D-lista og Ólafur Jónsson fulltrúi SA sátu hjá.
Gjaldskrá hundaeftirlits í Reykjavík fyrir árið 2017 er samþykkt. Björn Gíslason fulltrúi D-lista og Ólafur Jónsson fulltrúi SA sátu hjá.
Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir árið 2017 er samþykkt. Björn Gíslason fulltrúi D-lista og Ólafur Jónsson fulltrúi SA sátu hjá.
3. Næsti fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.
Næsti fundur ákveðinn 19. október kl. 14.30 í Hjarðarnesi.
Fundi slitið kl. 15.21
Sabine Leskopf
Ólafur Jónsson René Biasone
Björn Gíslason Dilja Ámundadóttir
Björn Birgir Þorláksson
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 22.9.2016 - Prentvæn útgáfa