No translated content text
Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2016, þriðjudaginn 13. september, var haldinn 105. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal Hjarðarnesi á 3. hæð að Borgartúni 12-14 og hófst hann kl. 14.30. Viðstödd voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Björn Gíslason, Hörður Gunnarsson og Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir og Óskar Í. Sigurðsson. Fundarritari var Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:
1. Fjárhags- og starfsáætlun og gjaldskrár.
Lögð fram verkáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2017-2021.
2. Niðurstöður rannsóknar um örplast í hafi.
Frestað.
3. Lögð fram tillaga að starfsleyfisskilyrðum fyrir alifuglabú Brúneggja að Brautarholti á Kjalarnesi.
Samþykkt að auglýsa tillöguna þegar lokið er birtingu deiliskipulags svæðisins.
Ásgeir Björnsson tekur sæti áf undinum undir þessum lið.
4. Lögð fram umsókn N7 ehf., dags. 2. október 2015, um leyfi til að starfrækja íbúðagistingu að Nönnugötu 7, umsögn Byggingafulltrúans í Reykjavík dags. 13. nóvember 2015, bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. mars 2016 og tölvupóstsamskipti dags. 29.-31. ágúst 2016, með tillögu um að umsókninni verði synjað þar sem ekki er hægt að uppfylla ákvæði 14. gr. reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002.
Samþykkt samhljóða.
5. Lagt fram minnisblað Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 8. september 2016, vegna flugumferðar yfir vatnsverndarsvæði höfðuborgarsvæðisins.
Svava Svanborg Steinarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Lögð fram drög að reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi dags. sumar 2016 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12. ágúst 2016.
Svava Svanborg Steinarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Lögð fram umsagnarbeiðni Veitna dags. 18. ágúst 2016 um lagningu háspennustrengs í tvö sumarhús á grannsvæði vatnsverndar í Hólmslandi, umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 16. ágúst 2016 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 25. ágúst 2016.
Svava Svanborg Steinarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
8. Lagt fram frumvarp til laga um Umhverfisstofnun, þingskjal 1102 – 674. mál og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 30. ágúst 2016.
9. Lögð fram drög um Miðborg Reykjavíkur, stefnu og stjórnsýslulegt fyrirkomulag dags. júní 2016 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 30. ágúst 2016.
Kl. 16:11 víkur Björn Birgir Þorláksson af fundi.
10. Lögð fram tilkynningar skýrsla starfshóps um almenningssalerni í Reykjavík.
11. Lagður fram listi, dags. 13. september 2016, yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1151-1157.
12. Lagður fram listi, dags. 13. september 2016, yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Fundi slitið kl. 16.22
Sabine Leskopf
Ólafur Jónsson René Biasone
Björn Gíslason Dilja Ámundadóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 13.9.2016 - prentvæn útgáfa