Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2016, þriðjudaginn 9. ágúst kl. 14.36 var haldinn 104. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í fundarsal Hofi á 7. hæð að Borgartúni 12-14 og hófst kl. 14.30. Viðstaddir voru: Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson og Ragnheiður Héðinsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir og Óskar Í. Sigurðsson.
Fundarritari var Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram til kynningar drög að reglugerð um brennisteinstvíoxíð, köfnunarefnistvíoxíð, köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmslofninu og um styrk ósons við yfirborð jarðar og upplýsingar til almennings auk greinargerðar og umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um reglugerðardrögin dags. 24. júní 2016.
Kynnt.
- Svava S. Steinarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lögð fram til kynningar erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 2. mars 2016 um undanþágu frá reglugerð nr. 724/2008 um hávaða varðandi vörulosun í miðborg Reykjavíkur og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 3. ágúst 2016.
Kynnt.
- Svava S. Steinarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lögð fram til samþykktar tillaga að sértækum starfsleyfisskilyrðum fyrir Isavia ohf. til að starfrækja Reykjavíkurflugvöll.
Samþykkt samhljóða.
- Guðjón Ingi Eggertsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Lögð fram til samþykktar tillaga að sértækum starfsleyfisskilyrðum fyrir rekstri á efnisnámu og jarðefnamóttöku til landmótunar í Bugamel, í landi Norðurkots á Kjalarnesi. Samþykkt samhljóða.
5. Lagðar fram samantektir á svörum til Sambands íslenskra sveitarfélaga um fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga dags. 13. júlí 2016 og 15. júlí 2016.
Kynnt.
6. Lögð fram til kynningar lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum.
Kynnt.
- Eygerður Margrétardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Fundartímar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.
Rætt.
8. Lögð fram til afgreiðslu umsókn móttekin 19. júlí 2016 um hænsnahald Birkihlíð 48 fyrir 2-3 hænum.
Samþykkt samhljóða.
9. Lagður fram listi dags. 9. ágúst 2016 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1137-1150.
10. Lagður fram listi dags. 9. ágúst 2016 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Fundi slitið kl. 16.20
Sabine Leskopf
Björn Birgir Þorláksson René Biasone
Ragnheiður Héðinsdóttir Dilja Ámundadóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 9.8.2016 - Prentvæn útgáfa