Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 103

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2016, 14. júní kl. 14:35 var haldinn 103. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi á 7. hæð að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Sabine Leskopf, Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Björn Gíslason og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Óskar Í. Sigurðsson og Rósa Magnúsdóttir. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 9. júní s.l., þar sem tilkynnt er um kosningu í heilbrigðisnefnd. Á fundi borgarstjórnar 7. júní s.l. var samþykkt að Sabine Leskopf taki sæti í heilbrigðisnefnd og formennsku heilbrigðisnefndar í stað Kristínar Soffíu Jónsdóttur.

2. Lögð fram tillaga að starfsleyfisskilyrðum fyrir Reykjavíkurflugvöll.

Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samtaka atvinnulífsins Ólafs Jónssonar og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Björns Gíslasonar:

Gerð er tillaga um að í auglýsingu um starfsleyfi fyrir Isavia ohf., fyrir starflseyfi Reykjavíkurflugvallar verði gildistími til ársins 2024, í samræmi við venjur og ákvæða um Reykjvíkurflugvöll í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

Tillagan er felld með fjórum atkvæðum, fulltrúa Samfylkingarinnar Sabine Leskopf, fulltrúa Bjartrar framtíðar Diljár Ámundadóttur, fulltrúa Vinstri grænna René Biasone og fulltrúa Pírata Björns Birgis Þorlákssonar, gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Samtaka atvinnulífisins Ólafs Jónssonar og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Björns Gíslasonar.

Fulltrúi Samfylkingarinnar Sabine Leskopf, fulltrúi Bjartar framtíðar Diljá Ámundadóttir, fulltrúi Vinstri grænna René Biasone og fulltrúi Pírata Björn Birgir Þorláksson samþykkja að auglýsa framlagða tillögu að starfsleyfisskilyrðum fyrir Reykjavíkurflugvöll, dags. 27. maí 2016, sbr. 24. gr. reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, með síðari breytingum. 

Fulltrúi Samtaka atvinnulífisins Ólafur Jónsson og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Björn Gíslason sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Guðjón Ingi Eggertsson kynnti.

3. Lögð fram tillaga að starfsleyfisskilyrðum fyrir rekstri á efnisnámu og jarðefnamóttöku til landmótunar í Bugamel, í landi Norðurkots á Kjalarnesi. 

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að starfsleyfisskilyrðum fyrir rekstri á efnisnámu og jarðefnamóttöku til landmótunar í Bugamel, í landi Norðurkots á Kjalarnesi.

Ásgeir Björnsson kynnti.

4. Lögð fram tillaga að endurskoðuðum almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkir tillögu að almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi.

Guðjón Ingi Eggertsson kynnti.

5. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. maí s.l. um tillögu að deiliskipulagi fyrir iðnaðarhverfið Esjumelum, Kjalarnesi.

Svava S. Steinarsdóttir kynnti.

6. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 7. júní s.l. um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar landfyllingar í Elliðaárvogi.

Svava S. Steinarsdóttir kynnti.

7. Lagður fram listi dags. 14. júní 2016 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1131-1135.

8. Lagður fram listi dags. 14. júní 2016 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 15:45

Sabine Leskopf

Björn Birgir Þorláksson René Biasone

Ólafur Jónsson Dilja Ámundadóttir

Björn Gíslason

 

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 14.6.2016 - prentvæn útgáfa