Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 102

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2016, 24. maí kl. 10:08 var haldinn 102. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Arnarholti. 3. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Diljá Ámundadóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Ólafur Jónsson og Björn Gíslason. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir og Óskar Í. Sigurðsson. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjórnar Reykjavíkur dags. 20. apríl um kosningu Björn Gíslasonar í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur í stað Áslaugu Maríu Friðriksdóttur.

2. Lögð fram beiðni um staðfestingu heilbrigðisnefndar Reykjavíkur á hreinsun lóðar á kostnað eiganda Frostafold 24 sbr. ákvæði 27. gr. laga nr. 7/1998 með síðari beytingum. Jafnframt lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. maí 2016.

Samþykkt.

3. Kynnt starfsleyfisskilyrði í vinnslu fyrir Reykjavíkurflugvöll.

- Sveinn Hjörtur Guðfinnsson tekur sæti á fundinum kl. 10:17.

4. Kynnt starfsleyfisskilyrði í vinnslu fyrir alifuglabú Brúneggja að Brautarholti á Kjalarnesi.

5. Kynnt svör Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til Ríkisendurskoðunar vegna loftgæða í Reykjavík dags. 18. maí 2016.

Svava S. Steinarsdóttir og Árný Sigurðardóttir kynntu.

6. Lögð fram til kynningar svör Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til Félags ábyrgra hundeigenda um hundahald í Reykjavík dags. 7. apríl 2016 auk korts af svæðum fyrir hunda í Reykjavík og fréttatilkynning dags. 13. maí 2016 um lausagöngu hunda á göngustígum í Reykjavík. 

7. Lögð fram ársskýrsla Framkvæmdastjórnar um vatnsvernd vegna ársins 2015.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bókar undir þessum lið:

Heilbrigðisnefnd felur heilbrigðiseftirliti að afla upplýsinga um flug yfir vatnsverndarsvæði og gildandi reglur þar um.

8. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. maí 2016 um frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúðum fyrir drykkjarvörur (EES reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 670. mál.

Svava S. Steinarsdóttir kynnti.

9. Kynnt vinnsla þriggja mánaða uppgjörs Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

10. Fundir heilbrigðisnefndar Reykjavíkur sumar 2016.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur felur formanni, í samráði við framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að ákveða fundartíma vegna funda í sumar.

11. Lagður fram listi dags. 24. maí 2016 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1122-1130.

12. Lagður fram listi dags. 24. maí 2016 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 11:42

Diljá Ámundadóttir

Björn Birgir Þorláksson René Biasone

Ólafur Jónsson Heiða Björg Hilmisdóttir

Björn Gíslason

 

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 24.5.2016 - prentvæn útgáfa