Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 101

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2016, þriðjudaginn 12. apríl kl. 14:30 var haldinn 101. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi. 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Björn Birgir Þorláksson, Áslaug Friðriksdóttir, Ólafur Jónsson Jódís Bjarnadóttir og Hörður Gunnarsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir og Óskar Í. Sigurðsson. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Tilkynnt um ráðningu í stöðu heilbrigðisfulltrúa; Oddný Kristín Kristbjörnsdóttir.

2. Kynning á eftirliti með húsnæði þar sem grunur er um lekavandamál og rakaskemmdir. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Vinnueftirlitið og sérfræðingur frá Landspítala háskólasjúkrahúsi kynna.

Ingibjörg Hilmarsdóttir, Jóhannes Helgason og Árný Sigurðardóttir kynntu.

3. Kynning á áminningu skv. 26. gr. laga nr. 7/1998 vegna Ævintýragarðsins, Skútuvogi 4 og lögð fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 2. mars 2016 og 29. mars 2016 og tölvubréf Ævintýragarðsins dags. 4. apríl 2016.

Ingibjörn Guðjónsson kynnti.

4. Kynning á niðurstöðum matvælaeftirlits með ís úr vél.

Erna Svanhvít Sveinsdóttir kynnti.

5. Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarstjórna, heilbrigðisnefnda og stjórna landshlutasamtaka um fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga dags. 31. mars 2016.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bókaði eftirfarandi við afgreiðslu málsins:

Vegna erindis Sambands íslenskra sveitarfélaga dags 31. mars 2016. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur farið yfir erindið og lýsir sig tilbúna til að taka þátt í greiningu á því verkefni sem framundan er og þeim tillögum sem fram koma í erindinu undir kaflanum „Tækifæri til úrbóta“.   Heilbrigðisnefndin telur mjög jákvætt að skoðað verði að fullri alvöru að flytja fleiri verkefni til heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga þar sem skörun hefur verið með öðrum embættum og eins öðrum þeim sem falla vel að verksviði nefndanna.  Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur ávallt talað fyrir þessu og jafnframt lagt ríka áherslu á að með verkefnum fylgi þvingunarúrræði undantekningalaust.  Með þessu næst mest hagræðing og bætt og öflugra eftirlit að mati nefndarinnar. Varðandi sameiningu/fækkun heilbrigðisnefnda þá lýsir heilbrigðisnefnd Reykjavíkur sig sömuleiðis tilbúna að taka þátt í slíkri skoðun með hagræði, styrkingu stofnanna heilbrigðiseftirlits í landinu og einföldun að leiðarljósi. Hins vegar telur heilbrigðisnefnd Reykjavíkur mikilvægt að þegar ákvarðanir verða teknar um breytingar á heilbrigðisnefndum sé þá mikilvægt að tryggja að nærþjónustan skerðist ekki, þannig næst mestur árangur og ávinningur að mati nefndarinnar fyrir umhverfið og almenning.  Áhersla er lögð á að kostnaðargreina allar fyrirhugaðar breytingar.

6. Kynning á endurskoðuðum verkferli um þvingunarúrræði hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Frestað.

7. Lögð fram umsagnarbeiðni Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 11. febrúar 2016  um drög að reglugerð um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. mars 2016.

8. Lögð fram umsagnarbeiðni um drög að reglugerð um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum, lögð fram reglugerðardrög og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 14. mars 2016.

9. Lagður fram listi dags. 12. apríl 2016 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur nr. 1114-1121

10. Lagður fram listi dags. 12. apríl 2016 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 16:44

Diljá Ámundadóttir

Björn Birgir Þorláksson René Biasone

Ólafur Jónsson Jódís Bjarnadóttir

Áslaug Friðriksdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 12.4.2016 - prentvæn útgáfa