Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 100

Heilbrigðisnefnd

 

Heilbrigðisnefnd

Ár 2016, þriðjudaginn 8. mars kl. 14:31 var haldinn 100. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi. 7. hæð, austur að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Diljá Ámundadóttir, René Biasone, Sveinn Hjörtur Guðfinsson, Björn Birgir Þorláksson, Áslaug Friðriksdóttir, Ólafur Jónsson og Jódís Bjarnadóttir. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Kristín Lóa Ólafsdóttir og Rósa Magnúsdóttir. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á niðurstöðum vöktunar á strandsjó við Reykjavík 2015. 

Svava S. Steinarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Fram fer kynning á niðurstöðum matvælaeftirlits með ís úr vél 2014 og 2015.

Frestað.

3. Fram fer kynning á niðurstöðum matvælaeftirlits með þorramat 2016.

Ágúst Thorstensen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Kynnt drög að ársuppgjöri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 2015.

Guðmundur B. Friðriksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. mars 2016 um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald – þingmál nr. 457.  

Aron Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Lögð fram fundargerð Framkvæmdastjórnar um vatnsvernd nr. 114 um Suðvesturlínur, bygging háspennulínu/Sandskeiðslínu 1 – verkaskipting milli heilbrigðsnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna útgáfu starfsleyfis til framkvæmdarinnar.  

7. Samkomulag um fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits og útgáfu starfsleyfis á milli eftirlitssvæða varðandi Sandskeiðslínu I.

Lögð fram drög að starfsleyfi heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis vegna framkvæmdarinnar.

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur yfirfarið starfsleyfisdrög vegna framkvæmdar við lagningu Sandskeiðslínu 1, unnum af Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.  Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur gerir ekki athugasemdir við skilyrðin í leyfinu en leggur áherslu á að áhættumat verði sent nefndinni þegar það liggur fyrir.  Nefndin heimilar að Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis gefi út starfsleyfi fyrir framkvæmdina innan eftirlitssvæðis heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og fari með eftirlitið á framkvæmdartíma, enda sé fullt samráð milli svæðanna um útgáfu leyfisins og framkvæmdina sbr. 4. mgr. 11. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og gr. 6 í samþykkt nr. 555/2015  um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hafnarfjarðarkaupstaðar.

8. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. mars 2016 um staðsetningu grunnskóla Hjallastefnunnar við Nauthólsveg. 

9. Lagt fram bréf Skrifstofu borgarstjórnar dags. 15. febrúar 2016 um notkun á fjarfundarbúnaði á fundum nefnda og ráða.

10. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. febrúar 2016 til borgarráðs um þingsályktunartillögu nr. 328 varðandi dekkjakurl.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Friðriksdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kemur fram að álit eftirlitsins sé enn það sama og síðan 2010 þar sem mælt er með að svart gúmmíkurl sé ekki notað á íþróttavelli og að börn eigi að njota vafans þó að rannsóknum sé ábótavant. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til í borgarstjórn að sérstök fjárveiting yrði lögð í það verkefni árið 2016 að fjarlægja kurl úr úrgangsdekkjum og koma viðurkenndu gæðagrasi sem stæðist ýtrustu kröfur fyrir í staðinn. Sú tillaga var felld af meirihlutanum í Reykjavík og ljóst að börnin fá því ekki að njóta vafans.

11. Lagður fram listi dags. 8. mars 2016 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Jafnframt lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavikur nr. 1109-1113.

12. Lagður fram listi dags. 8. mars 2016 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 16.55.

Diljá Ámundadóttir

Björn Birgir Þorláksson René Biasone

Ólafur Jónsson Jódís Bjarnadóttir

Áslaug Friðriksdóttir

 

 

PDF útgáfa fundargerðar
Heilbrigðisnefnd 8.3.2016 - prentvæn útgáfa