Heilbrigðisnefnd
Heilbrigðisnefnd
Ár 2008, 17. nóvember kl. 13.30 var haldinn 10. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal Hofi-ráðsalur, 7. hæð að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristján Guðmundsson, Garðar Mýrdal, Elinbjörg Magnúsdóttir, Þórunn Benný Birgisdóttir og Dagbjört Hákonardóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Eygerður Margrétardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Anna Rósa Böðvarsdóttir, Svava S. Steinarsdóttir, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Gunnar Hersveinn, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Brennisteinsvetni–Hellisheiðarvirkjun. Kynning Orkuveitu Reykjavíkur. Einar Gunnlaugsson, OR, kom á fundinn.
Fulltrúi VG lagði fram svohljóðandi tillögu:
Mikilvægt er að koma sem fyrst upp, í þeim íbúðarbyggðum Reykjavíkur sem næst eru Hellisheiðarvirkjun, mælistöðvum vegna nauðsynlegs eftirlits með loftgæðum, meðal annars til mælinga á brennisteinsvetni (H2S) og brennisteinstvíildi (SO2). Jafnframt þarf að efla rannsóknir og auka öryggiseftirlit vegna þessara lofttegunda á Hellisheiði í tengslum við þær virkjanaframkvæmdir sem þar er unnið að. Lögð er áhersla á að framkvæmd þessara mælinga og úrvinnsla sé á vegum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og/eða annara opinberra stofnana sem ekki sinna beinni hagsmunagæslu fyrir virkjunaraðila. Æskilegt er að hraða gerð áætlunar um fyrirkomulag þessara mælinga og kostnað við þær. Óskað er eftir að slík áætlun komi fyrir næsta fund í Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Frestað.
2. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd. Lögð fram fundargerð 72. fundar.
Nefndin samþykkti bókun framkvæmdastjórnar varðandi stækkun Skíðaskála Ármanns í Bláfjöllum.
3. Melavellir Kjalarnesi, breyting á deiliskipulagi. Lagt fram bréf skipulags- og byggingsviðs dags. 6. október 2008 og bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 8. október 2008.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við umsögn heilbrigðiseftirlitsins.
4. Fákur Víðidal, breyting á deiliskipulagi. Lagt fram bréf skipulags- og byggingasviðs dags. 9. október 2008 og bréf umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 22. október 2008.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við umsögn heilbrigðiseftirlitsins.
5. Áminning skv. 26. gr. laga nr. 7/1998.
Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 7. október 2008 til kynningar.
6. Efnistaka á botni Hvalfjarðar.
Lögð fram frummatsskýrsla og bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10. október 2008 og umhverfis- og samgöngusviðs dags. 5. nóvember 2008.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við umsögn heilbrigðiseftirlitsins.
7. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 2009
Lögð fram til samþykktar.
Frestað.
8. Starfsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 2009. Lögð fram drög.
Frestað.
9. Lagðir fram listar um útgefin leyfi og umsagnir.
a. Útgefin starfsleyfi dags. 17. nóvember 2008.
b. Umsagnir til lögreglustjóra vegna leyfisveitinga dags. 17. nóvember 2008.
c. Útgefin tóbakssöluleyfi dags. 17. nóvember 2008.
d. Umsóknir um hundahald dags. 17. nóvember 2008.
Fundi slitið kl. 15.10
Kristján Guðmundsson
Garðar Mýrdal Elínbjörg Magnúsdóttir
Þórunn Benný Birgisdóttir Dagbjört Hákonardóttir
Ólafur Jónsson.