Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 1

Heilbrigðisnefnd

Heilbrigðisnefnd

Ár 2008, 6. febrúar var haldinn 1. fundur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í fundarsal á 5. hæð að Skúlatúni 2 og hófst hann kl. 10.00. Fundinn sátu Egill Örn Jóhannsson, Sigríður Ragna Sigurðardóttir, Ragnar Sær Ragnarsson, Garðar Mýrdal og Ólafur Jónsson. Enn fremur sátu fundinn Rósa Magnúsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Óskar Í. Sigurðsson og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kosning heilbrigðisnefndar.
Lögð fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 5. febrúar og 25. janúar 2008, um kosningu í heilbrigðisnefnd.
Formaður lagði fram tillögu um að Kristján Guðmundsson yrði kjörinn varaformaður nefndarinnar og var það samþykkt einróma.

2. Ráðning framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Lögð fram tillaga að ráðningu Árnýjar Sigurðardóttir í starf framkvæmdastjóra.
- Árný Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Tillagan var samþykkt einróma.

3. Ráðning heilbrigðisfulltrúa. Lögð fram tillaga um ráðningu Ólafar Vilbergsdóttur í starf heilbrigðisfulltrúa.
Tillagan var samþykkt einróma.

4. Framkvæmd Tóbaksvarnalöggjafar. Rósa Magnúsdóttir kynnti síðustu aðgerðir og afskipti heilbrigðiseftirlits af eftirliti með reykingabanni.

5. Synjun starfsleyfis. Lögð fram til staðfestingar synjun starfsleyfis til Anavar, Viðarhöfða 2.
Nefndin staðfesti synjun starfsleyfis.

6. Starfsleyfisskilyrði til samþykktar.
a. Hringrás ehf. Klettagörðum 9.
Nefndin samþykkti útgáfu starfsleyfis og starfsleyfisskilyrða einróma.
b. Mest ehf. vegna endurheimtar landslags við Varmhólamela/Esjuberg.
Nefndin samþykkti útgáfu starfsleyfis og starfsleyfisskilyrða einróma.

7. Kynning á verklagsreglum v/útgáfu rekstrarleyfa til veitingahúsa. Árný Sigurðardóttir kynnti nýsamþykktar verklagsreglur.

8. Kynning á starfi heilbrigðisnefndar. Örn Sigurðsson kynnti störf og starfshætti heilbrigðisnefndar.

9. Samþykkt hundaleyfi.

10. Útgefin starfsleyfi og tóbakssöluleyfi.

11. Önnur mál.
a. Fundartími nefndarinnar:
Samþykkt var að reglulegir fundir nefndarinnar yrðu fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 10.00.
b. Pappírslausir fundir:
Samþykkt var að reyna að hafa fundi að mestu pappírslausa og senda fundarboð og fundargögn rafrænt til nefndarmanna.

Fundi slitið kl. 12.04

Egill Örn Jóhannsson
Sigríður Ragna Sigurðardóttir Ragnar Sær Ragnarsson
Garðar Mýrdal