Heilbrigðisnefnd - 94. fundur

Heilbrigðisnefnd

UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND

Ár 2002, miðvikudaginn 24. apríl kl. 10.00 var haldinn 94. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu Hrannar B. Arnarsson, Kolbeinn Proppé, Hildigunnur Friðjónsdóttir, Ragnheiður Héðinsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Ólafur F. Magnússon kom á fundinn kl. 10.55. Enn fremur sátu fundinn Hjalti Guðmundsson, Einar B. Bjarnason, Þórólfur Jónsson, Ellý K. J. Guðmundsdóttir, Lúðvík E. Gústafsson og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð. Ólafur Bjarnason kom á fundinn kl. 11.15 og Stefán Hermannsson kl. 11.30.

Þetta gerðist:

Heilbrigðismál:

1. Úttekt á umgengnis- og sorpmálum veitinga- og kaffihúsa í miðbæ Reykjavíkur. Lögð fram 1. áfangaskýrsla Svava S. Steinarsdóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúar, kynntu.

2. Kattamál. Lagt fram svar við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um, hvernig samþykkt um kattahald í Reykjavík er framfylgt.

3. Kostnaður v/ flutninga Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Lögð fram áætlun um kostnað við flutning á einn stað að Skúlagötu 19.

4. Útgefin hundaleyfi.

5. Listar frá afgreiðslufundum.

Umhverfismál:

6. Fjölbýlishús í Suðurhlíðum. Fulltrúar arkitektastofunnar “Úti og inni” kynntu skipulag og útlit byggingar og lóðar. Guðlaugur Þór Þórðarson lagði fram svohljóðandi bókun: “Undirritaður telur að hús af þessari stærð falli ekki vel inn í umhverfi Öskjuhlíðarinnar og verði lýti á þessu svæði. Að öðru leyti vísa ég til afstöðu Sjálfstæðismanna í borgarráði.” Ólafur F. Magnússon óskaði bókað, að hann væri efnislega sammála bókun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Kolbeinn Ó. Proppé lagði fram svohljóðandi bókun: “Undirritaður lýsir furðu yfir bókunum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Ólafs F. Magnússonar v/ fjölbýlishúss í Suðurhlíðum. Sú afstaða, sem þar kemur fram er í hróplegri andstöðu við bókun, sem þeir samþykktu á fundi Umhverfis- og heilbrigðisnefndar þann 8. febrúar 2001. Þar samþykkti Umhverfis- og heilbrigðisnefnd skipulag framkvæmda samhljóða með þeim fyrirvörum einum, að byggingarreitur yrði minnkaður. Undirritaður sat einn hjá. Það er ekki til marks um góða stjórnsýsluhætti að samþykkja framkvæmdir fyrirfram, en gagnrýna þær eftir að þær eru hafnar.” Guðlaugur Þór Þórðarson og Ólafur F. Magnússon lögðu fram svohljóðandi bókun: “Fjölmargir ágallar og athugasemdir frá íbúum við skipulag vegna fjölbýlishúss vð Suðurhlíðar hafa komið fram á síðari stigum málsins. Við vísum því aðdróttunum Kolbeins Proppé á bug.”

7. Rannsóknir á vatnasviði Elliðavatns. Lagt fram bréf Umhverfis- og tæknisviðs dags. 23. april 2002 ásamt eftirtöldum skýrslum: Merking silungs í Elliðavatni – Fiski-Rannsóknir og ráðgjöf. Jón Kristjánsson. The effect of high pH (9.5) and aluminium in Atlantic Salmon (salmo salar) with relevance to the occasionally alkaline Lake Ellidavatn, Iceland – Sigurd Hytteröd og Antonia B.S. Poléo Seiðabúskapur í vatnakerfi Elliðaáa, framvinda frá 1987-2001. Veiðimálastofnun, Þórólfur Antonsson. Gísli Már Gíslason, professor, kom á fundinn.

8. Staðardagskrá 21. Fyrirhugað íbúaþing Þróunar- og fjölskyldusviðs. Kynnt fyrirkomulag og dagskrá.

9. Norðlingaholt, skipulag og umhverfisathuganir. Ásgeir Ásgeirsson og Anna M. Friðriksdóttir, Teiknistofunni Ármúla, Björn Axelsson, Skipulags- og byggingarsviði og Davíð Baldursson, Gatnamálastofu komu á fundinn.

10. Kartöflugarðar við Korpúlfsstaði. Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði 23. apríl 2002. Nefndin samþykkti að óska eftir umsögn Umhverfis- og heilbrigðisstofu.

11. Önnur mál: Guðlaugur Þór Þórðarson lagði fram eftirfarandi tillögur: Tillaga I: “Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Rekjavíkur samþykkir að beina því til borgarráðs að unnin verði tillaga að skrúðgarði á svæði við Gufunesbæinn gegnt Gylfaflöt.” Greinargerð fylgir tillögunni. Tillaga II: “Umhverfis- og heilbrigðisnefnd samþykkir að fela starfsmönnum Garðyrkjudeildar að koma fram með tillögur um betri tengingu Bakkagarðs við umhverfið í Grafarvogsbotni, með það að markmiði að nýta svæðið betur sem útivistarsvæði í þágu almennings.” Greinargerð fylgir tillögunni. Tillaga III: “Umhverfis- og heilbrigðisnefnd samþykkir að fela Garðyrkjustjóra að planta trjám umhverfis opið svæði austast í Laugardalnum. Um er að ræða svæði þar sem R-listinn hugðist heimila byggingu stórhýsa í andstöðu við þorra Reykvíkinga.” Frestað.

Fundi slitið kl. 12.05.

Hrannar B. Arnarsson
Kolbeinn Proppé
Guðlaugur Þór Þórðarson
Hildigunnur Friðjónsdóttir
Ólafur F. Magnússon
Ragnheiður Héðinsdóttir