Heilbrigðisnefnd - 93. fundur

Heilbrigðisnefnd

UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND

Ár 2002, fimmtudaginn 11. apríl kl. 12.00 var haldinn 93. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu Sólveig Jónasdóttir, Kolbeinn Proppé, Ragnheiður Héðinsdóttir, Ólafur F. Magnússon og Guðlaugur Þór Þórðarson. Jóhanna Þórdórsdóttir kom á fundinn kl. 12.20. Enn fremur sátu fundinn Ellý K.J. Guðmundsdóttir, Þórólfur Jónsson, Hjalti Guðmundsson, Rögnvaldur Ingólfsson, Rósa Magnúsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Heilbrigðismál:

1. Kvörtun vegna skemmtistaðarins 22. Lagt fram bréf Húsfélagsins Klapparstíg 35 dags. 31.mars 2002. Nefndin samþykkti samhljóða að vísa erindinu til Umhverfis- og heilbrigðisstofu til meðferðar.

2. Samþykkt fyrir Umhverfis- og heilbrigðisnefnd. Lögð fram drög að samþykkt fyrir nefndina. Nefndin samþykkti drögin samhljóða. 3 sátu hjá.

3. Nýtt húsnæði Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Skýrt frá fyrirhuguðum flutningi. Guðlaugur Þór Þórðarson óskaði eftir greinargerð um kostnað við flutninginn á næsta fundi nefndarinnar.

4. Starfsleyfi Granda hf. Lögð fram tillaga að starfsleyfi. Magnea Karlsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn. Nefndin samþykkti tillöguna samhljóða.

5. Starfsleyfi Lýsis hf. Lögð fram tillaga að starsleyfi. Magnea Karlsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti. Nefndin samþykkti tillöguna samhljóða.

6. Starfsleyfi Skolpu II: Lögð fram tillaga að starfsleyfi. Björg R. Guðjónsdóttir, Umhverfis- og heilbrigðisstofu, og Sigurður Skarphéðinsson, gatnmálastjóri, komu á fundinn. Nefndin samþykkti samhljóða tillögu að starfsleyfi er gildi til 3. október 2007.

7. Endurskoðað starfsleyfi fyrir Skolpu, Ánanaustum. Lögð fram tillaga að endurskoðuðu starfsleyfi. Björg R. Guðjónsdóttir, Umhverfis- og heilbrigðisstofu, kynnti. Nefndin samþykkti samhljóða tillögu að starfsleyfi, er gildi til 3. október 2007.

8. Rotþró og sandgryfja Skógræktarfélags Reykjavíkur að Elliðavatni. Lögð fram fundargerð framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæðiðs dags. 4. apríl 2002. Nefndin samþykkti samhljóða bókun framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

9. Stöðvun starfsemi skv. 26. gr. l. nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Lagt fram til kynningar. Rögnvaldur Ingólfsson, deildarstjóri, kynnti.

10. Samræmdar leiðbeindandi reglur Hollustverndar ríkisins og heilbrigðiseftirits sveitarfélaga. Lagðar fram eftirfarandi reglur: Leiðbeinandi reglur fyrir gistingu á einkaheimili Leiðbeinandi reglur fyrir gistiskála Leiðbeinandi reglur fyrir gististaði Hreinsun, sótthreinsun og dauðhreinsun áhalda Leiðbeinandi reglur fyrir snyrtistofur og skylda starfsemi Leiðbeinandi reglur fyrir starfsemi íþróttahúsa og líkamsræktarstöðva Leiðbeinandi reglur: Þrif í íþróttahúsum, líkamsræktarstöðvum og skyldri starfsemi. Leiðbeinandi reglur fyrir leikskóla, skóla og leiksvæði barna Leiðbeinandi reglur fyrir líkamsgötun, þ.m.t. húðflúr. Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri, kynnti. Nefndin samþykkti leiðbeiningarnar samhljóða og beindi jafnframt þeim tilmælum til vinnuhóps um leiðbeiningarnar að bætt verði inn í þær ákvæðum um notkun umhverfisvænna efna, þar sem það á við.

Umhverfismál:

11. Metangas. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 5. mars 2002. Einar B. Bjarnason, deildarstjóri, kynnti. 12. Framtíð Viðeyjar og annarra eyja á Sundunum. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 12. mars 2002.

Stefán Hermannsson, borgarverkfræðingur, kom á fundinn.

13. Samvinna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um nýtingu hrossataðs til uppgræðslu. Lagt fram á ný bréf Gróðurs fyrir fólk, dags. 13. mars 2002. Nefndin samþykkti samhljóða að hafna beiðni Gróðurs fyrir fólk. 2 sátu hjá.

14. Umferð og geymsla kjarnorku, efna- og sýklavopna í Reykjavík. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 25. mars 2002.

Rósa Magnúsdóttir og Rögnvaldur Ingólfsson véku af fundi.

15. Niðurstöður þings um vistvæna byggð á Kjalarnesi. Lagt fram bréf samstarfsráðs Kjalarness dags. 5. apríl 2002. Nefndin samþykkti samhljóða að vísa erindinu til Umhverfis- og heilbrigðisstofu.

16. Skarfagarður og Skarfabakki. Tillaga að matsáætlun. Jón Þorvaldsson, Reykjavíkurhöfn og Þórhildur Guðmundsdóttir, VST komu á fundinn og kynntu tillöguna. Nefndin samþykkti samhljóða að gera ekki athugasemdir að svo stöddu, enda verði málið unnið áfram í samráði við Umhverfis- og heilbrigðisstofu.

17. Fjölbýlishús í Suðurhlíðum. Ólafur F. Magnússon óskaði eftir ítarlegri kynningu á málinu á næsta fundi nefndarinnar.

18. Kattamál. Guðlaugur Þór Þórðarson óskaði eftir skriflegri skýrslu um, hvernig samþykkt um kattahald í Reykjavík er framfylgt.

Næsti fundur nefndarinnar var ákveðinn mðvikudaginn 24. apríl kl. 10.00.

Fundi slitið kl. 13.55.

Sólveig Jónasdóttir
Kobeinn Proppé
Ólafur F. Magnússon
Jóhanna Þórdórsdóttir
Guðlaugur Þ. Þórðarson
Ragnheiður Héðinsdóttir