Heilbrigðisnefnd
UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND
Ár 2002, fimmtudaginn 14. mars kl. 12.00 var haldinn 92. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu Hrannar B. Arnarsson, Sólveig Jónasdóttir, Kolbeinn Proppé, Ragnheiður Héðinsdóttir og Glúmur Björnsson. Enn fremur sátu fundinn Hjalti Guðmundsson, Þórólfur Jónsson, Ólafur Bjarnason, Rósa Magnúsdóttir, Ellý K.J. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Heilbrigðismál:
1. Stjórnsýslukæra vegna starfsleyfis Reykjavíkurflugvallar. Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 22. febrúar 2002. Enn fremur lögð fram til kynningar umsögn Umhverfis- og heilbrigðisstofu dags. 8. mars 2002. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti.
2. Drög að samþykkt um hávaða í Reykjavík. Lögð á ný drög að samþykkt um hávaða í Reykjavík ásamt greinargerð. Samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2.
Sólveig Jónasdóttir vék af fundi kl. 12.55.
3. Undanþága frá sértækum starfsleyfisskilyrðum. Lagt fram bréf Grýtu hraðhreinsunar dags. 14. febrúar 2001. Enn fremur lögð fram tillaga Umhverfis- og heilbrigðisstofu dags. 8. mars 2002. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn. Tillaga Umhverfis- og heilbrigðisstofu var samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1. Rósa Magnúsdóttir vék af fundi kl. 13.15.
4. Útgefin hundaleyfi.
5. Listar frá afgreiðslufundum.
Umhverfismál:
6. Vélhjólaíþróttaklúbbur Reykjavíkur. Kynnt hugmynd að nýju æfingasvæði. Björn Axelsson, borgarskipulagi, kom á fundinn.
7. Settjarnir í Elliðaárdal. Lögð fram á ný tillaga að skipulagi. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri og Dagný Helgadóttir frá Landslagi komu á fundinn. Nefndin gerir ekki athugasemdir við tjarnir ABC og D, en áréttar fyrri samþykkt um öryggilsmál við þær, sérstakleag við tjörn D.
8. Samvinna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um nýtingu hrossataðs til uppgræðslu. Lagt fram bréf Gróðurs fyrir fólk, dags. 13. mars 2002. Frestað.
Fundi slitið kl. 14.05.
Hrannar B. Arnarsson
Sólveig Jónasdóttir
Glúmur Björnsson
Kolbeinn Proppé
Ragnheiður Héðinsdóttir