Heilbrigðisnefnd
UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND
Ár 2002, fimmtudaginn 28. febrúar kl. 12.00 var haldinn 91. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu Sólveig Jónasdóttir, Jóhanna Þórdórsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Ragnheiður Héðinsdóttir, Helga Jóhannsdóttir og Ólafur F. Magnússon. Enn fremur sátu fundinn Þórólfur Jónsson, Hjalti Guðmundsson, Einar B. Bjarnason, Rósa Magnúsdóttir, Ellý K.J. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Heilbrigðismál:
1. Drög að skýrslu vinnuhóps um innra eftirlit og framkvæmdaáætlun um átak vegna innleiðingar innra eftirlits. Lagt fram að nýju bréf Hollustuverndar ríkisins dags. 25. janúar 2002 og bréf Umhverfis- og heilbrigðisstofu dags. 12. febrúar 2002. Umsögn Umhverfis- og heilbrigðisstofu skv. bréfi dags. 12. febrúar 2002 var samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum, einn sat hjá. Ragnheiður Héðinsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun: “Ég tek undir umsögn Matvælaeftirlits Umhverfis- og heilbrigðisstofu en legg áherslu á mikilvægi þess að halda opnum möguleikum á breytingu á flokkun fyrirtækja til að tryggja samræmi milli fyrirtækja í sambærilegri starfsemi ef þörf krefur, sbr. bls. 6 í skýrslu um Innra eftirliti fyrirtækja og forgangsröðun við matvælaeftirlit.”
2. Könnun á gæðum rjómabolla. Kynnt niðurstaða könnunar. Garðar Sigurþórsson, heilbrigðisfulltrúi, kynnti.
3. Drög að samþykkt um hávaða í Reykjavík. Lögð fram til kynningar. Enn fremur lögð fram greinargerð með drögunum. Frestað.
4. Útgefin hundaleyfi.
5. Listar frá afgreiðslufundum.
Önnur mál:
6. Samþykkt umhverfisnefndar Mosfellsbæjar um samstarf um sorphirðustefnu. Lagt fram bréf bæjarverkfræðings Mosfellsbæjar dags. 22. febrúar 2002. Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum að vísa erindinu til Umhverfis- og heilbrigðisstofu.
Fundi slitið kl. 12.45.
Sólveig Jónasdóttir
Jóhanna Þórdórsdóttir
Ólafur F. Magnússon
Ragnhildur Helgadóttir
Helga Jóhannsdóttir
Ragnheiður Héðinsdóttir