Heilbrigðisnefnd - 87. fundur

Heilbrigðisnefnd

4

UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND

Ár 2001, fimmtudaginn 13. desember kl. 12.00 var haldinn 87. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu Hrannar B. Arnarsson, Kolbeinn Proppé, Sólveig Jónasdóttir, Ragnheiður Héðinsdóttir, Ólafur F. Magnússon og Guðlaugur Þór Þórðarson. Enn fremur sátu fundinn Þórólfur Jónsson, Hjalti Guðmundsson, Ólafur Bjarnason og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Umhverfismál:

1. Tröllafoss í Leirvogsá – friðlýsing. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 27. nóvember 2001. Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til umsagnar garðyrkjustjóra.

2. Framtíðarsvæði Vélhjólaíþróttaklúbbs Reykjavíkur Lagt fram á ný bréf Vélhjólaíþróttaklúbbsins dags. 17. september 2001. Enn fremur lögð fram umsögn garðyrkjustjóra dags. 7. desember 2001. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri kom á fundinn. Ólafur F. Magnússon lagði fram svohljóðandi bókun: “Við skipulag svæða fyrir akstursíþróttir þarf að líta á Höfuðborgarsvæðið sem eina heild og forðast að dreifa slíkri starfsemi á marga staði. Því er lagt til að Reykjavíkurborg leiti eftir samstarfi við önnur sveitarfélög og akstursíþróttafélög á Höfuðborgarsvæðinu um úrlausn þessara mála.” Frestað.

3. Beiðni um upplýsingar. Sólveig Jónasdóttir óskar eftir upplýsingum um framgang vinnu starfshóps um stefnumótun á útivistarsvæðum. Formaður skýrði frá framgangi vinnunnar.

4. Niðurstöður rannsókna á viðtaka út af Ánanaustum og Klettagörðum. Lagt fram á ný bréf gatnamálastjóra dags. 8. nóvember 2001. Enn fremur lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlitsins dags. 10. desember 2001 og bréf Hollustuverndar ríkisins dags. 11. desmber 2001. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, kom á fundinn.

5. Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024. Lagt fram bréf Borgarskipulags Reykjavíkur dags. 22. nóvember 2001. Enn fremur lögð fram tillaga Borgarverkfræðings að umsögn dags. 13. desember 2001. Björn Axelsson og Ingibjörg Guðlaugsdóttir, borgarskipulagi, komu á fundinn og kynntu tillögur, sem fram hafa komið um breytingar og ekki höfðu verið áður kynntar í nefndinni. Umsögnin var samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

6. Göngustígaframkvæmdir í Víðidal. Lögð fram á ný tillaga fulltrúa D-lista svohljóðandi: “Fulltrúar Sjáflstæðisflokksins leggja til að endurskoðaðar verði strax göngustígaframkvæmdir í nálægð við hesthúsabyggð í Víðidal með það að markmiði að skilja í sundur eins og kostur er umferð hesta og fótgangandi/hjólandi. Við endurskoðun skal hafa samráð við Hestamannafélagið Fák og Íslenska fjallahjólaklúbbinn.” Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, kom á fundinn. Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum að fela gatnamálastjóra að leita eftir sjónarmiðum Fáks og samtaka hjólreiðarmanna og skila greinargerð um umræddar framkvæmdir og þá möguleika, sem í stöðunni eru. Frestað.

7. Framtíðarsýn um Viðey og aðrar eyjar á Sundum. Lagðar fram á ný niðurstöður stýrihóps, “Framtíðarsýn um Viðey og aðrar eyjar á Sundum, 21. nóvember 2001. Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu: “Nefndin fagnar framkominni stefnumörkun og samþykkir hana fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar borgarráðs..” Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

8. Fuglalíf Tjarnarinnar árið 2001. Lögð fram skýrsla Ólafs K. Nielsen og Jóhanns Ó. Hilmarssonar. Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu: “Umhverfis- og heilbrigðisnefnd felur garðyrkjustjóra að leggja fyrir nefndina heildstæðar tillögur um aðkomu borgarinnar að umhirðu, varðveislu og uppbyggingu fuglalífs við Tjörnina og á verndarsvæði Vatnsmýrarinnar. Tillögurnar taki m.a. til umhirðu svæðanna, rannsókna, mögulegrar uppbyggingar nýrra stofna og annarra þátta, sem stuðlað geta að vexti og viðgangi fuglalífs við Tjörnina.” Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Önnur mál:

9. Mælingar á mengun við Grafarvog. Lagt fram bréf Miðgarðs dags. 7. desember 2001. Nefndin samþykkti með 5 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til gatnamálastjóra.

10. Umsjón og uppbygging svæða á Græna treflinum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi tillögu: “Umhverfis- og heilbrigðisnefnd samþykkir að Garðyrkjustjóra verði falið að kanna áhuga Skógræktarfélags Reykjavíkur á umsjón og uppbyggingu svæða á hinum svokallaða Græna trefli. Í framhaldinu yrði gerður samningur við félagið sem væri sambærilegur við samning Reykjavíkurborgar og félagsins um Heiðmörk.” Tillögunni fylgir greinargerð. Frestað.

11. Kjalarnes, Mógilsá, Esjuhlíðar. Lagt fram bréf Borgarskipulags dags. 13. desember 2001. Björn Axelsson, Áslaug Traustadóttir og Ingibjörg Guðlaugsdóttir, komu á fundinn. Enn fremur lagt fram stutt yfirlit um deiliskipulag “Mógilsá og Kollafjörður á Kjalarnesi”. Nefndin samþykkti með 5 samhljóða atkvæðum að gera ekki athugasemdir við skipulagið, enda sé það unnið í samræmi við stefnumörkun borgarinnar um málefni áa og vatna.

Heilbrigðismál:

12. Starfsleyfi Þvottahússins Grýtu. Lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlitsins dags. 11. desember 2001 ásamt athugasemdum Þvottahússins Grýtu dags. 7. desember 2001 og drögum að endurskoðuðu starfsleyfi. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn. Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

13. Starfsleyfi Lýsis hf. Lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlitsins ásamt drögum að starfsleyfi fyrir Lýsi hf. Frestað.

14. Starfsleyfi Guðjóns Haraldssonar – malarnám. Lagt fram bréf Haraldar Jónssonar dags. 5.desember 2001. Enn fremur lögð fram tillaga skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlitsins dags. 11. desember 2001 að svari. Tillagan var samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

15. Eftirfylgni samþykktar nr. 847/1999 um hesthús og hesthúsahverfi í Reykjavík. Lagt fram til kynningar bréf Heilbrigðiseftirlitsins dags. 29. nóvember 2001. Lúðvík E. Gústafsson, sviðsstjóri, kom á fundinn.

16. Tóbakssölukönnun. Lögð fram til kynningar fundargerð varðandi könnun á sölu tóbaks. Enn fremur lögð fram drög að bréfi um könnunina til söluaðila tóbaks og umsögn borgarlögmanns um notkun tóbakastálbeitna, dags. 13. nóvember 2001. Rósa Magnúsdóttir, sviðstjóri, kom á fundinn.

17. Áminning skv. 26. gr. l. nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Lagðar fram til kynningar 3 áminningar.

18. Skýrsla ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur um matvælaeftirlit. Lagt fram bréf forsætisráðuneytisins dags. 5. desember 2001 ásamt skýrslunni “Framtíðarskipan opinbers matvælaeftirlits”. Rögnvaldur Ingólfsson, sviðsstjóri, kom á fundinn. Nefndin samþykkti með 6 samhljóða atkvæðum að óska eftir greinargerð Heilbrigiseftirlitsins um skýrsluna. Þess var óskað að greinargerðin yrði send nefndarmönnum á milli funda.

19. Hús Orkuveitu Reykjavíkur við Jaðar – endurnýjun frárennslis. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 23.nóvember 2001. Nefndin samþykkti með 5 samhljóða atkvæðum erindi Heilbrigðiseftirits Reykjavíkur varðandi safnþró við Jaðar, en ítrekaði að sú starfsemi, sem fyrirhugað er að fari fram í húsinu verði í samræmi við samþykkt um vatnsverndarsvæði. Kolbeinn Proppé sat hjá og vísaði til bókunar sinnar á 84. fundi nefndarinnar.

20. Byggingarúrgangur á Íslandi – gagnagrunnur og umhverfismat. Lögð fram til kynningar skýrsla Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins september 2001.

21. Ársskýrsla. Lögð fram skýrsla Heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2000.

22. Útgefin hundaleyfi.

23. Listar frá afgreiðslufundum.

Fundi slitið kl. 14.30

Hrannar B. Arnarsson
Kolbeinn Proppé
Ólafur F. Magnússon
Sólveig Jónasdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson
Ragnheiður Héðinsdóttir