Heilbrigðisnefnd - 85. fundur

Heilbrigðisnefnd

UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND

Ár 2001, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 12.00 var haldinn 85. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu Hrannar B. Arnarsson, Kolbeinn Proppé, Ragnheiður Héðinsdóttir, Ólafur F. Magnússon, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ragnhildur Helgadóttir. Enn fremur sátu fundinn Hjalti Guðmundsson, Þórólfur Jónsson og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Heilbrigðismál:

1. Könnun á campylobacter í kjúklingum. Lögð fram niðurstaða síðustu könnunar. Rögnvaldur Ingólfsson, sviðsstjóri, kom á fundinn.

2. Starfsleyfi Reykjavíkurflugvallar Lögð fram drög að starsfsleyfi fyrir Reykjavíkurflugvöll ásamt umsögnum og greinargerð Heilbrigðiseftirlitsins dags. 20. nóvember 2001. Lúðvík E. Gústafsson, sviðsstjóri, Svava S. Steinarsdóttir og Guðrún L. Pálmadóttir, heilbrigðisfulltrúar, komu á fundinn. Starfsleyfisskilyrðin voru samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

3. Áminningar skv. 26. gr. l. nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Lagðar fram til kynningar 4 áminningar. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti.

4. Staðfesting á að hreinsibúnaður uppfylli kröfur í íslenskum staðli um amalgamskiljur. Lögð fram þrú afrit af bréfum Hollustuverndar ríkisins dags. 1. nóvember 2001.

5. Stöðvun starfsemi Efri-Hóla að Mjölnisholti 12. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlitsins dags. 21. nóv. 2001 ásamt bréfi Friðriks Stefánssonar, dags. 12. nóvember 2001. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti. Erindi Heilbrigðiseftirlitsins með smávægilegum breytingum á orðalagi samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

6. Mengun af völdum þrávirkra efna. Lagt fram til kynningar bréf Lyfjafræðistofnunar Háskóla Íslands dags. 15. nóvember 2001 ásamt skýrslu “Þrávirk lífræn efni við nokkra sorphauga á Íslandi. Frestað.

7. Samkomuhús Orkuveitu Reykjavíkur við Jaðar. Lagt fram á ný bréf Heilbrigðiseftirlitsins dags. 6. nóvember 2001 ásamt ályktun Framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæða dags. 5. nóvember 2001 varðandi safnþró við húsið. Guðjón Magnússon, Orkuveitu Reykjavíkur kom á fundinn. Frestað.

8. Fyrirhugaðar breytingar á matvælaeftirliti. Svohljóðandi tillaga var lögð fram: “Í yfirlýsingu forsætisráðherra á Alþingi s.l. fimmtudag kom fram að skipulag heilbrigðiseftirlits með mætvælum væri óviðunandi á Íslandi og að ríkisstjórnin hefði að því tilefni ákveðið að leggja til stofnun Matvælastofu Íslands, sem líklega yrði undir stjórn sjávarútvegsráðherra. Jafnframt kom fram í yfirlýsingu forsætisráðherra að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga myndi falla undir fyrrgreinda Matvælastofu. Af því tilefni óskar Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur eftir því, að skýrsla sú, sem ríkisstjórnin byggir sínar tillögur á, verði gerð opinber og lögð fyrir nefndina hið fyrsta. Jafnframt felur nefndin Heilbrigðiseftirlitinu að afla nauðsynlegra gagna til að leggja fyrir nefndina varðandi málið.” Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. Guðlaugur Þór Þórðarson lagðir fram svohljóðandi bókun: “Undirritaður telur eðlilegt að framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins verði falið að afla upplýsinga um málið.”

9. Listar frá afgreiðslufundum.

Umhverfismál:

10. Niðurstöður rannsókna á viðtaka út af Ánanaustum og Klettagörðum. Lagt fram á ný bréf gatnamálastjóra dags. 8. nóvember 2001. Enn fremur lagðar fram á ný eftirfarandi skýrslur: Niðurstöður rannsókna á viðtaka út af Ánanaustum og Klettagörðum. Ágrip vegna skilgreiningar á viðtaka. Kræklingarannsóknir út af Klettagörðum 1998. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, júní 2001. Guðjón Atli Auðunsson. Ánanausta og Klettagarðaræsi: Setflutningur við hafsbotn kannaður með ljósmyndun. Jarðfræðistofa Kjartans Thors, nóvember 2000. Klettagarðar. Aðalútræsi og Sundaræsi. Athugun á lausum jarðlögum. Almenna verkfræðistofan, nóvember 2000. Lífríki botns á fyrirhuguðum skólpútrásarstað út af Klettagörðum. Jörundur Svavarsson, 2000. Sjávarstraumar í Faxaflóa og dreifing mengunar frá meginútrásum frá Ánanaustum og Laugarnesi. Verkfræðistofan Vatnaskil, mars 1999. Ástand sjávar á losunarsvæði skolps undan Ánanaustum. Hafrannsóknarstofnun og Háskóli Íslands, maí 2000. Hegðun og samsetning fráveituvatns í hreinsistöðinni við Ánanaust. Guðjón Atli Auðunsson, 30. mars 2000. Dreifing mengunar frá útrás við Ánanaust. Verkfræðistofan Vatnaskil, apríl 2000. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, kom á fundinn. Tillaga gatnamálastjóra var samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

11. Áætlun skv. 17. gr. reglug. nr. 798/1999. Sundaræsi. Lagt fram bréf gatnamálastjóra dags. 22. nóvember 2001. Samþykkt að vísa málinu til umsagnar Heilbrigðiseftirlitsins. 12. Notkun nagladekkja. Kynning á niðurstöðum könnunar. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, kynnti.

13. Framkvæmdaáætlun fyrir umhverfi og útivist. Lögð fram drög að áætlun. Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

14. Elliðaárnar. Kynning frá Orkuveitu Reykjavíkur. Guðjón Magnússon, Orkuveitu Reykjavíkur kom á fundinn. Óskað var eftir minnisblaði um framkvæmd og eftirlit með vatnsmiðlun í Elliðaárnar. 15. Framtíðarsýn um Viðey og aðrar eyjar á Sundum. Lagðar fram niðurstöður stýrihóps, “Framtíðarsýn um Viðey og aðrar eyjar á Sundum, 21. nóvember 2001. Frestað.

16. Reynisvatnsheiði, ljósleiðarastrengur. Lagt fram bréf Borgarskipulags dags. 15. nóvember 2001. Björn Axelsson, borgarskipulagi, kom á fundinn. Samþykkt að vísa málinu til umsagnar garðyrkjustjóra. Frestað.

17. Aðalskipulag Reykjavíkur. Björn Axelsson, borgarskipulagi, kom á fundinn og lagði fram eftirtalin gögn: Breytingar og nýtt frá áður-skáletrað (breyttur texti). Glærur frá opnum borgarafundi í Ráðhúsinu 28. júní 2001.

Önnur mál:

18. Fyrirspurn. Guðlaugur Þór Þórðarson spurðist fyrir um afgreiðslu erindis Vélhjólaklúbbs Reykjavíkur um framtíðaræfingasvæði fyrir klúbbinn.

Fundi slitið kl. 15.00.

Hrannar B. Arnarsson Kolbeinn Proppé Ólafur F. Magnússon Ragnhildur Helgadóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Ragnheiður Héðinsdóttir