Heilbrigðisnefnd
UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND
Ár 2001, fimmtudaginn 25. október kl. 12.00 var haldinn 82. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu Hrannar B. Arnarsson, Sólveig Jónasdóttir, Kolbeinn Proppé, Ragnheiður Héðinsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ólafur F. Magnússon. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Hjalti Guðmundsson, Þórólfur Jónsson og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð. Ólafur Bjarnason og Þórólfur Jónsson véku af fundi kl. 12.40. Sólveig Jónasdóttir vék af fundi kl. 14.20
Þetta gerðist:
Heilbrigðismál:
1. Mengunarfar í andrúmslofti í Reykjavík 2000. Lögð fram skýrsla Heilbrigðiseftirlitsins.
2. Hreinsun lóðar. Lagt fram á bréf Heilbrigðiseftirlitsins dags. 16. október 2001. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn. Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
3. Skattlagning á nagladekk-mótmæli. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 12. október 2001. Fulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram svohljóðandi tillögu: “Umhverfis- og heilbrigðisnefnd ítekar fyrri samþykktir sínar um nauðsyn þess að dregið veri úr notkun nagladekkja innan borgarmarkanna. Mælingar benda til að svifryk af völdum bifreiða, ekki síst þeim sem nota nagladekk, sé vaxandi vandamál á höfuðborgarsvæðinu. Við því verður að bregðast til að vernda heilsu almennings og ef standa á við alþjóðlegar skuldbindingar okkar um loftgæði. Nefndin felur Gatnamálastjóra að hefja nú þegar kynningarherferð þar sem bifreiðaeigendur verða hvattir til að velja umhverfisvæn vetrardekk án nagla og stuðla með þeim hætti að betri loftgæðum og heilnæmara borgarumhverfi.” Frestað.
4. Hringrás ehf.- dagsektir. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlitsins dags. 23. október 2001 ásamt fylgskjölum. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn. Erindi Heilbrigðiseftirlitsins var samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
5. Eftirlit með efnalaugum og þvottahúsum árið 2000. Lögð fram skýrsla Heilbrigðiseftirlitsins október 2001. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn.
6. Auglýsingafletir í miðbæ Reykjavíkur. Lögð fram á ný úttekt Borgarverkfræðings, dags. 9. október 2001, sbr. samþykkt nefndarinnar 14. september 2000. Nefndin samþykkti að senda úttektina til umsagnar Miðborgarstjórnar og skipulags- og bygginganefndar.
7. Útgefin hundaleyfi.
8. Listar frá afgreiðslufundum.
Umhverfismál:
9. Fundargerð náttúrverndarnefnda og Náttúrverndar ríkisins. Lagt fram bréf Náttúruverndar ríkisins dags. 12. október 2001.
10. Aðalskipulag. Kynning. Björn Axelsson og Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Borgarskipulagi, komu á fundinn. Frestað
11. Tillaga um breytta sorphirðu í Reykjavík. Lögð fram á ný tillaga hreinsunardeildar sbr. bréf gatnamálastjóra dags. 10. október 2001. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri kom á fundinn. Svohljóðandi tillaga var lögð fram af Hrannari B. Arnarssyni: “Í samræmi við þá stefnumörkun Umhverfisáætlunar Reykjavíkur að minnka eigi sorpmagn og auka hlut endurnýtingar og endurvinnslu og á grundvelli niðurstaðna úr þeim tilraunaverkefnum sem fram hafa farið í Beiðholti og Árbæ með breytta sorphirðu samþykkir Umhverfis- og heilbrigðisnefnd tillögur Hreinsunardeildar Gatnamálastjóra (sbr. bréf dags. 10. október 2001) um breytt fyrirkomulag sorphirðu í borginni.” Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. Hrannar B. Arnarsson, Sólveig Jónasdóttir, Kolbeinn Proppé og Ólafur F. Magnússon lögðu framsvohljóðandi bókun: “Með upptöku rúmmálskerfis í öllum hverfum borgarinnar auk verulegrar fjölgunar grenndarstöðva er brotið blað í sorpmálum Reykvíkinga og mikilvægt skref stigið til að auðvelda borgarbúum umhverfisvænni lifnaðarhætti. Árangurinn ræðst hins vegar fyrst og síðast af viðbrögðum og þátttöku borgarbúa sjálfra.”
12. Starfsáætlanir 2002. Lagðar fram á ný starfsáætlanir Staðardagskrár 21, garðyrkjudeildar og hreinsunardeildar. Sigurður Skarphéðinson, gatnamálastjóri og Einar B. Bjarnason, hreinsunardeild, komu á fundinn. Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum að vísa starfsáætlunum til borgarráðs. 2 sátu hjá.
13. Kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum vegna holræsa og göngustíga. Lögð fram áætlun um framkvæmdir við gönguleiðir og holræsi árið 2002. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, kom á fundinn. Frestað.
14. Lestrarátak á Haiti. Lagt fram á ný bréf Friðriks V. Guðmundssonar, dags. 30. ágúst 2001.. Enn fremur lögð fram umsögn staðardagskrárfulltrúa, dags. 22. október 2001. Frestað.
15. Fyrirspurn. Lögð fram á ný svohljóðandi fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar: Elliðaár. 1. Hvað hefur verið sleppt mikið af seiðum undanfarin 3 ár? 2. Hvað veiddist mikið af laxi árin 2000 og 2001? 3. Hversu mikill hluti af þeim veidda laxi var vegna seiðasleppinga, það er lax af eldisuppruna?
Lagt fram svar við fyrispurninni dags. 22. október 2001.
Önnur mál:
16. Viðaukasamningur um laxveiði í Elliðaánum árið 2002. Lagður fram til kynningar samningur Orkuveitu Reykjavíkur og Stangveiðifélags Reykjavíkur dags. 4. október 2001. Frestað.
17. Hádegismóar-deiliskipulag (breyting). Lagt fram bréf Borgarskipulags Reykjavíkur, dags. 25. október 2001, ásamt uppdrætti.. Björn Axelsson, Borgarskipulagi, kom á fundinn. Kolbeinn Proppé óskaði eftir því að lögð verði fram fyrri umsögn nefndarinnnar um deiliskipulagið, ásamt afgreiðslu borgarráðs. Frestað.
18. Fyrirspurn: Guðlaugur Þór Þórðason, lagði fram svohljóðandi fyrirspurn: “Er malarnám í Geldinganesi með starfsleyfi og hefur það farið í umhverfismat? Ef ekki, þá hvers vegna?” Frestað.
Samþykkt var að boða aukafund í nefndinni fimmtudaginn 1. nóvember n.k. kl. 08.15
Fundi slitið kl. 14.45
Hrannar B. Arnarsson
Kolbeinn Proppé
Ólafur F. Magnússon
Sólveig Jónasdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson
Ragnheiður Héðinsdóttir