Heilbrigðisnefnd - 80. fundur

Heilbrigðisnefnd

UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND

Ár 2001, fimmtudaginn 11. október kl. 12.00 var haldinn 80. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu Hrannar B. Arnarsson, Sólveig Jónasdóttir, Jóhanna Þórdórsdótttir, Ragnheiður Héðinsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Enn fremur sat fundinn Hjalti Guðmundsson og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð. Þórólfur Jónsson kom á fundinn kl. 13.15.

Þetta gerðist:

Umhverfismál:

1. Skýrsla vegna samanburðar á tilraun með breytta sorphirðu í Breiðholts- og Árbæjarhverfum. Lagt fram bréf Gatnamálastjóra dags. 10. október 2001, ásamt skýrslu VSÓ “Samaburður á tilraun í breyttri sorphirðu í Breiðholts- og Árbæjarhverfi. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, og Guðjón Jónsson, VSÓ, komu á fundinn. Frestað.

2. Meðferð úrgangs við Víkurveg. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, skýrði frá gangi mála.

3. Settjarnir við Elliðaárvog. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, skýrði frá framgangi mála og líklegri breytingu framkvæmdaraðar.

4. Starfsáætlun fyrir árið 2002. Lögð fram drög að starfsáætlun Staðardagskrár 21 og Garðyrkjudeildar til kynningar.

5. Auglýsingafletir í miðbæ Reykjavíkur. Lögð fram úttekt Borgarverkfræðings, dags. 9. október 2001, sbr. samþykkt nefndarinnar 14. september 2000. Frestað.

6. Framtíðarsvæði Vélhjólaíþróttaklúbbsins. Lagt fram bréf Vélhjólaíþróttaklúbbsins dags. 17. september 2001. Enn fremur lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlitsins dags. 9. október 2001. Samþykkt að vísa málinu til umsagnar garðyrkjudeildar.

Heilbrigðismál:

7. Ráðning heilbrigðisfulltrúa. Lögð fram tillaga að ráðningu heilbrigðisfulltrúa á matvælasviði. Rögnvaldur Ingólfsson, sviðsstjóri, kom á fundinn. Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum að ráða Helgu Guðrúnu Bjarnadóttur.

8. Könnun á örverufræðilegum gæðum íss úr vél. Lögð fram skýrsla matvælasviðs. Helga Guðrún Bjarnadótttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti skýrsluna.

9. Rotþrær við sumarbústaði í borgarlandinu. Lögð fram orðsending skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 1. október 2001. Frestað.

10. Borgarafundur á Kjalarnesi 3. júlí 2001. Lagt fram bréf samstarfsráðs Kjalarness dags. 20. september 2001.

11. Endurnýjun starfsleyfis þvottahússins Grýtu. Lögð fram tillaga að breytingu og endurnýjun starfsleyfisins. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn. Tillagan var samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum, enda verði athugasemdir við starfsleyfistillöguna, ef einhverjar verða, lagðar fyrir nefndina að loknum fresti. Ragnheiður Héðinsdóttir sat hjá.

12. Starfsáætlun fyrir árið 2002. Lögð fram drög að starfsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins til kynningar.

13. Útgefin hundaleyfi.

14. Listar frá afgreiðslufundum.

Önnur mál:

15. Staða framkvæmdastjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Lagður fram til kynningar listi yfir umsækjendur. 16. Fyrirspurn. Guðlaugur Þór Þórðarson óskaði eftir upplýsingum um framhald slátrunar í sláturhúsinu á Hellu í ljósi nýlegs úrskurðar Samkeppnisstofnunar um málefni Móa og Reykjagarðs.

Fundi slitið kl. 14.25

Hrannar B. Arnarsson Jóhanna Þórdórsdóttir Ólafur F. Magnússon Sólveig Jónasdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Ragnheiður Héðinsdóttir