Heilbrigðisnefnd - 77. fundur

Heilbrigðisnefnd

UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND

Ár 2001, mánudaginn 13. ágúst kl. 12.00 var haldinn 77. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu Hrannar B. Arnarsson, Kolbeinn Proppé, Sólveig Jónasdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ólafur F. Magnússon. Enn fremur sátu fundinn Hjalti Guðmundsson, Ólafur Bjarnason, Stefán Hermannsson, Lúðvík E. Gústafsson, Rósa Magnúsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Stjórnskipulag á sviði umhverfis- og tæknimála og skipulags- og byggingamála. Lagt fram á ný bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 23. júlí 2001 ásamt fylgiskjölum. Enn fremur lagt fram minnisblað Arnar Sigurðssonar, dags. 10. ágúst 2001, minnisblað borgarverkfræðings, dags. 10. ágúst 2001, minnispunktar borgarverkfræðings um stjórnkerfisbreytingar dags. 10. ágúst 2001 og minnispunktar Trggva Sigurbjarnarsonar um fund með Ingimar Sigurðssyni dags. 9. júlí 2001. Enn fremur var lagt fram minnisblað, “Samræmd framsetning á skipuritum fyrir Reykjavíkurborg “ ásamt skipuritum dags. 4. júlí 2001, unnið fyrir borgarritara.

Ólafur F. Magnússon vék af fundi kl. 12.35

Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu, sem var samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu: “Umhverfis- og heilbrigðisnefnd fagnar framkomnum tillögum um breytt stjórnskipulag á umhverfis- og tæknisviði borgarinnar, ekki síst tilkomu nýrrar öflugrar stofnunar sem sameina á krafta borgarinnar á vettvangi umhverfis- og heilbrigðismála, Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Að mati nefndarinnar markar tilkoma þessarar nýju stofnunar tímamót í þróun málaflokksins innan borgarinnar. Tilkoma Umhverfis- og heilbrigðisstofu er í góðu samræmi við vaxandi mikilvægi umhverfis- og heilbrigðismála innan borgarsamfélagsins og mun án nokkurs vafa styrkja og efla málaflokkinn enn frekar á komandi árum. Nefndin telur þó óþarft að gera ráð fyrir sérstökum framkvæmdastjóra yfir Heilbrigðiseftirlitinu að svo stöddu og til að einfalda stjórnkerfi hinnar nýju stofnunar og gera hana skilvirkari væri eðlilegra að forstöðumaður stofnunarinnar færi með framkvæmdastjórn heilbrigðiseftirlitsins í samræmi við lög um hollusthætti og mengunarvarnir og fyrirliggjandi tillögur um skiptingu stofnunarinnar að öðru leiti í fimm málasvið, þ.e. garðyrkjumál, hreinsunarmál, umhverfismál, matvælamál og heilbrigðismál.” Guðlaugur Þór Þórðarson lagði fram svohljóðandi bókun:

Ég átel þau fljótfærnislegu vinnubrögð, sem höfð eru í þessu máli og að hafa ekki fengið umbeðin gögn fyrir fundinn. Ég áskil mér rétt til að koma sjónarmiðum mínum varðandi málið fram í borgarráði.”

Fundi slitið kl. 12.40

Hrannar B. Arnarsson Kolbeinn Proppé Ólafur F. Magnússon Sólveig Jónasdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson