Heilbrigðisnefnd - 76. fundur

Heilbrigðisnefnd

UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND

Ár 2001, fimmtudaginn 9. ágúst kl. 12.00 var haldinn 76. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu Hrannar B. Arnarsson, Kolbeinn Proppé, Sólveig Jónasdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Enn fremur sátu fundinn Þórólfur Jónsson, Rósa Magnúsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Heilbrigðismál:

1. Áminning skv. 26. gr. l. um hollustuhætti og mengunarvarnir. Lagðar fram til kynningar. 2. Vinna ungmenna og sala tóbaks. Lagt fram til kynningar bréf Vinnueftirlitsins dags. 3. ágúst 2001. Nefndin samþykkti með 4 samhljóða atkvæðum að vísa erindinu til Heilbrigðiseftirlitsins.

3. Aðgerðir vegna loftmengunar Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 10. júlí 2001 ásamt fylgiskjali Enn fremur lagt fram minnisblað Stefáns Hermannssonar, dags. 23. júlí 2001.

4. Samþykkt um rotþrær. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 23. júlí 2001.

5. Listar frá afgreiðslufundum.

Umhverfismál:

6. Norðlingaholt, deiliskipulag. Lagt fram bréf Borgarskipulags Reykjavíkur dags. 26. júlí 2001. Ásgeir Ásgeirsson og Anna M. Benediktsdóttir, Teiknistofunni, komu á fundinn. Nefndin samþykkti með 4 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til umsagnar Heilbrigðiseftirlitsins með tilliti til vatnsverndarsvæðisins.

7. Samstarf Reykjavíkur og Kópavogs um umhverfismál, Elliðavatn. Lagt fram bréf Ólafs Bjarnasonar og Lúðvíks Gústafssonar dags. 7. ágúst 2001. Ólafur Bjarnason kom á fundinn. Nefndin samþykkti tillögurnar með 4 samhljóða atkvæðum og vísar þeim til staðfestingar borgarráðs.

8. Stjórnskipulag á sviði umhverfis- og tæknimála og skipulags- og byggingamála. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 23. júlí 2001 ásamt fylgiskjölum. Stefán Hermannsson, borgarverkfræðingur, kom á fundinn. Frestað til aukafundar í nefndinni, sem haldinn verður mánudaginn 13. ágúst kl. 12.00

9. Veiðiréttur í Úlfarsá – framlenging samnings. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 10. júlí 2001.

Fundi slitið kl. 13.55.

Hrannar B. Arnarsson Kolbeinn Proppé Guðlaugur Þór Þórðarson Sólveig Jónasdóttir