Heilbrigðisnefnd
UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFD
Ár 2001, fimmtudaginn 14. júní kl. 12.00 var haldinn 73. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar að Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu Hrannar B. Arnarsson, Hildigunnur Friðjónsdóttir, Kolbeinn Proppé, Ragnheiður Héðinsdóttir, Ólafur F. Magnússon og Guðlaugur Þór Þórðarson. Enn fremur sátu fundinn Þórólfur Jónsson, Hjalti Guðmundsson og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Umhverfismál:
1. Framlenging samnings um veiðirétt í Úlfarsá. Lagt fram á ný bréf borgarverkfræðings dags. 24. maí 2001 ásamt tillögu Áburðarverksmiðjunnar að endurnýjun samnings til ársins 2006. Enn fremur lagðir fram samningar um veiðiréttinn ásamt matsgerð og framlenging samninga. Formaður lagð fram svohljóðandi tillögu: Umhverfis- og heilbrigðisnefnd gerir ekki athugasemdir við framlengingu samnings Áburðarverksmiðjunnar hf. og Fiskiræktar- og veiðfélags Úlfarsár, en fagnar sérstaklega nýju ákvæði í samningnum um uppsagnarrétt í tengslum við vatnstökuréttindi á ánni. Nefndin minnir á stefnumörkun borgarinnar um að vatnstöku á ánni skuli hætt og hvetur samningsaðila til að taka upp viðræður um mögulegar leiðir í þvi efni. Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
2. Skálafell, deiliskipulag. Lagt fram á ný bréf Borgarskipulags dags. 29. maí 2001, Skálafell-deiliskipulag skíðasvæðis, ásamt uppdráttum. Björn Axelsson, borgarskipulagi, kom á fundinn. Nefndin gerir ekki athugsemdir við tillöguna.
3. Þriggja manna starfshópur - heildstæð stefnumörkun – útivistarsvæði. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 7. júní 2001. Óskað er eftir að nefndin tilnefni fulltrúa í starfshópinn. Hrannar B. Arnarsson var tilnefndur fulltrúi nefndarinnar í starfshópinn með 5 samhljóða atkvæðum. Kolbeinn Proppé, Hildigunnur Friðjónsdóttir og Ólafur F. Magnússon lögðu fram svohljóðandi bókun: Undirrituð lýsa yfir vonbrigðum sínum með að í starfshóp um stefnumörkun varðandi útivistarsvæði skuli einungis sitja einn fulltrúi Umhverfis- og heilbrigðisnefndar á móti tveimur fulltrúum skipulags- og bygginganefndar. Guðlaugur Þór Þórðarson lagði fram svohljóðandi bókun: Ég lýsi yfir ánægju með að tillaga mín frá 8. febrúar 2001 er nú komin til framkvæmda. Einnig tek ég undir bókun Kolbeins Proppé, Hildigunnar Friðjónsdóttur og Ólafs F. Magnússonar. 4. Drög að aðalskipulagi Reykjavíkur. Tekið fyrir á ný. Ingibjörg Guðmundsdóttir og Björn Axelsson, borgarskipulagi, komu á fundinn.
5. Staðardagskrá 21. Gerð grein fyrir stöðu mála.
6. Framkvæmdir á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk 2001. Lagt fram bréf Skógræktarfélagsins dags. 8. júní 2001.
Heilbrigðismál:
7. Viðhorfskönnun Lögð fram til kynningar viðhorfskönnun meðal viðskiptavina Heilbrigðiseftirlitsins. Methúsalem Þórisson, Lausnum, kom á fundinn. Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu, sem var samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum: Niðurstöður viðhorfskönnunar meðal viðskiptavina Heilbrigðiseftirlitsins bera þess glöggt vitni, að mikil ánægja ríkir með störf þess. Á milli 81-94% viðskiptavinanna telja flesta þjónustuþætti starfseminnar góða eða mjög góða. Nefndin óskar starfsmönnum Heilbrigðiseftirlitsins til hamingju með niðurstöðurnar og hvetur þá til að nýta þær til að bæta þjónustuna enn frekar og samþykkir að senda þær borgarráði til kynningar.
8. Afgreiðsla leyfa til kanínuhalds. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlitsins dags. 11. júní 2001. Nefndin samþykkti erindið með 6 samhljóða atkvæðum.
9. Listar frá afgreiðslufundum.
10. Afgreidd hundaleyfi. Önnur mál:
11. Fyrirspurn um notkun eiturefna. Kolbeinn Proppé lagði fram svohljóðandi fyrirspurn: Undirritaður gerir hér með fyrirspurn til garðyrkjustjóra um notkun eiturefna á hans vegum. Hér er bæði horft til garðúðunar, hvort sem er
á vegum borgarinnar eða verktaka og eiturefna við útrýmingar illgresi. -Hvaða efni eru notuð? -Hversu mikið magn? -Hafa aðrar leiðir verið skoðaðar, s.s. að planta þannig í beð að plönturnar vinni gegn illgresi?
Fundi slitið kl. 13.45.
Hrannar B. Arnarsson
Kolbeinn Ó. Proppé
Hildigunnur Friðjónsdóttir
Ólafur F. Magnússon
Ragnheiður Héðinsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson