Heilbrigðisnefnd - 67. fundur

Heilbrigðisnefnd

HEILBRIGÐIS- OG UMHVERFISNEFND REYKJAVÍKUR

Ár 2001, fimmtudaginn 5. apríl kl. 12.00 var haldinn 67. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu Hrannar B. Arnarsson, Hildigunnur Friðjónsdóttir, Kolbeinn Proppé, Ragnheiður Héðinsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Helga Jóhannsdóttir. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

Heilbrigðismál:

1. Flokkun vatna skv. reglugerð nr. 796/1999. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis dags. 22. mars 2001. Enn fremur lagt fram minnisblað Heilbrigðiseftirlitsins, dags. í dag. Lúðvík E. Gústafsson, sviðsstjóri, kom á fundinn. Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

2. Starfsleyfi Faxamjöls hf. Lögð fram til kynningar umsögn Heilbrigðiseftirlitsins um kæru Faxamjöls hf. á útgáfu starfsleyfis. Sigurður Ásbjörnsson, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn.

3. Starfsleyfisskilyrði fyrir skipasmíðastöðvar. Lögð fram tillaga að starfsleyfisskilyrðum fyrir skipasmíðastöðvar ásamt greinargerð. Sigurður Ásbjörnsson, heilbrigðisfulltrúi, kynnti. Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

4. Tóbaksvarnir. Lögð fram tillaga Heilbrigðiseftirlitsins um meðferð mála varðandi brot á reglum um sölu tóbaks. Rósa Magnúsdóttir, sviðsstjóri, kom á fundinn. Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

5. Ráðning heilbrigðisfulltrúa. Lögð fram tillaga Heilbrigðiseftirlitsins. Tillaga um að ráða Guðrúnu L. Pálmadóttur var samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

6. Brot á sölubanni. Lögð fram tillaga Heilbrigðiseftirlitsins um kæru. Rósa Magnúsdóttir, sviðsstjóri, kynnti. Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum verði ekki staðið við úrbætur innan umbeðins frests.

7. Mengunarfar í andrúmslofti í Reykjavík 1999. Lagt fram ársyfirlit útgefið í janúar 2001.

Leigubann. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlitsins dags. 5. apríl 2001 með tillögu að leigubanni að Hverfisgötu 60a, kjallara. Rósa Magnúsdóttir, sviðsstjóri, kynnti. Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

8. Listar frá afgreiðslufundum.

Umhverfismál:

9. Mislæg gatnamót Hringvegar og Víkurvegar. Lagt fram til kynningar afrit af bréfi Náttúrverndar ríkisins dags. 27. mars 2001.

10. Færsla Hringbrautar, tillaga að matsáætlun. Lögð fram til kynningar umsögn Heilbrigðiseftirlitsins. Engar athugasemdir voru gerðar.

11. Ráðgjöf við gerð Staðardagskrár 21. Lagt fram bréf Sambands Íslenskra Sveitarfélaga dags. 14. mars 2001. 12. Kvikmyndataka vegna auglýsingar. Lagt fram til kynningar bréf Náttúruverndar ríkisins dags. 21. mars 2001. 13. Undirbúningur áhættumats með tilliti til almannavarna. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlitsins og Borgarverkfræðings. Nefndin samþykkti umsögnina með 5 samhljóða atkvæðum.

14. Stefnumótun um heimajarðgerð. Lögð fram tillaga R-listans að stefnumótun. Frestað.

15. Friðlýsing með ám í Mosfellsbæ. Lagt fram til kynningar bréf bæjarverkfræðingsins í Mosfellsbæ.

16. Elliðaárdalur rafstöðvarsvæði – deiliskipulag. Kynning Borgarskipulags. Björn Axelsson, borgarskipulagi, kom á fundinn.

Önnur mál:

17. Nations in bloom 2001. Lagður fram bæklingur um “Lífræn samfélög”, alþjóðasamkeppni sveitarfélaga. Staðardagskrárfulltrúa var falið að skoða málið og leggja fram minnisblað á næsta fundi.

18. Sjálfbær þróun á nýrri öld. Lögð fram drög að stefnumörkun. Staðardagskrárfulltrúa falið að skrifa umsögn og leggja fyrir nefndina.

19. Umhverfisdagur SSH. Formaður skýrði frá því að umhverfisdagur SSH verði haldinn 19.- 20. maí n.k. Formanni og garðyrkjudeild falið að afgreiða málið.

20. Stýrihópur um eflingu Viðeyjar og annarra eyja á sundunum. Formaður var skipaður fulltrúi Umhverfis- og heilbrigðisnefndar í stýrihópinn.

Fundi slitið kl. 13.50.

Hrannar B. Arnarsson
Kolbeinn Proppé
Guðlaugur Þór Þórðarson
Hildigunnur Friðjónsdóttir
Helga Jóhannsdóttir
Ragnheiður Héðinsdóttir