Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 9

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2014, 15. desember, var haldinn 9. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi Ráðhúss og hófst kl.13.30. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og áheyrnarfulltrúinn Eyrún Eyþórsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Óskar J. Sandholt og Sonja Wiium.

Fundaritari:: Svavar Jósefsson

  1. Fram fer kynning „Opin gögn - nýsköpun og aukið gegnsæi“.
    Tryggvi Björgvinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á rökræðukönnunum.
    Jón Ólafsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 5. desember 2014 um samþykkt tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um tilmæli til stjórnar OR um afléttingu leyndar af yfirliti um framleiðslu virkjana.

    Fylgigögn

    Bókanir við dagskrárlið: Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir svohljóðandi bókun:
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð fagnar því að borgarráð hafi samþykkt tillögu um afléttingu leyndar á yfirliti um framleiðslu virkjana Orku náttúrunnar maí 2013 - maí 2014 og mótað sér stefnu gagnvart auknu gagnsæi í rekstri orkufyrirtækja í eigu borgarinnar. Mikilvægt er að stjórnsýsla borgarinnar hafi virkt eftirlit með framfylgni stefnunnar og tryggi að almannahagsmunir ráði för þegar kemur að upplýsingagjöf í samstæðurekstri Reykjavíkurborgar.

  4. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um „Stop doing lista“. Frestað.
  5. Lagt fram að nýju bréf borgarráðs dags. 22. september 2014 um sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins – háskólaborgin.
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir svohljóðandi:
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð lýsir yfir ánægju með að lögð sé áhersla á lýðræðismál í framtíðarsýn á höfuðborgarsvæðið sem háskólaborg. Mikilvægt er að huga að leiðum til að tryggja áhrif ungs fólks á stefnumótun sveitarfélaga og áhrif þess á málefni sem það varðar. Ráðið tekur þeim tillögum að aðgerðum sem fram eru settar fagnandi og mun taka þátt í að móta áætlun Reykjavíkurborgar um leiðir að þessu markmiði. Ráðið mun einnig verða starfshópi á vegum SSH innan handar, sé þess óskað. Hvað betra upplýsingaflæði milli sveitarfélaga og ungs fólks varðar sérstaklega þá hefur stjórnkerfis- og lýðræðisráð það verk undir höndum að móta nýja upplýsingastefnu fyrir Reykjavíkurborg og þar er sjálfsagt að taka með í myndina hvernig best má ná til ólíkra hópa.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 7. nóvember 2014, um virkjun RSS efnisstrauma á reykjavik.is svo hægt sé að vera áskrifandi að fréttum, ásamt umsögn vefritstjóra dags. 11. desember 2014.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 30. apríl 2014, um snjallsímaforrit fyrir Betri Reykjavík, ásamt umsögn vefritstjóra.

    Fylgigögn

  8. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir svohljóðandi umsögn:
    Það eLögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 28. nóvember 2014, um eftirlit og athugasemdir og hugmyndavinnu borgaranna.r góð ábending að leggja þarf rækt við jákvæða endurgjöf og aðra hvata handa þeim sem taka þátt í samráðsverkefnum og sinna aðhaldi með stjórnsýslunni. Þetta er mikilvæg samfélagsþjónusta og það þarf að bæta við leiðum til að gera
    fólki þetta kleift og brúa bilið milli almennings og kerfisins. Tryggja virkt og uppbyggilegt samtal þarna á milli. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð mun huga að þessum málum og er opið fyrir góðum tillögum að því hvernig bæta má þessi ferli.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:07.

Halldór Auðar Svansson

Eva EinarsdóttirHilmar Sigurðsson

Heiða Björg HilmisdóttirMarta Guðjónsdóttir

Hildur Sverrisdóttir