Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 8

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2014, 1. desember, var haldinn 8. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi Ráðhúss og hófst kl.13.30. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Björn Gíslason, Trausti Harðarson og áheyrnarfulltrúinn Auður Alfífa Ketilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt, Hreinn Hreinsson, Sonja Wiium og Unnur Margrét Arnardóttir.

Fundaritari:: Svavar J+osefsson

  1. Fram fer kynning á samstarfi Reykjavíkurráðs ungmenna við íþrótta- og tómstundaráð og skóla- og frístundaráð.
    Eygló Rúnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    - Kl. 13:52 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

    Bókanir við dagskrárlið: Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
    Framsókn og flugvallavinir vilja benda á að Ungmennaráð sem er 13 ára verkefni sem stofnað var að frumkvæði borgarinnar/borgarstarfsmanna og er sér Íslenskt þ.e. á ekki erlenda fyrirmynd, nær enn í dag til lítils hóps ungmenna samkvæmt kynningu ábyrgðaraðila verkefnisins. Einn og einn fulltrúar þess ráðs hafa til þessa fengið tímabundið að vera áhorfendafulltrúar Íþrótta og tómstundanefndar og skóla og frístundasviðs og er nú Borgarstjórn að taka það fyrir að færa þá í launuð nefndarstörf. Vill fulltrúi Framsóknar og flugvallavina hvetja til þess að fleiri en einn aðili ungmenna fái aðgang að hverri nefnd borgarinnar sem þeir fá tilnefnda áhorfendafulltrúa í, þ.e. þeir skiptist á að mæta á fundi, til að fleiri ungmenni fái lærdóm og upplifun af nefndarsetum þessum. Einnig vill fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina nefna það að með tækni dagsins í dag þ.e. samskiptamiðlum og netkönnunum og fleira má jafnvel enn betur heyra rödd ungmenna sem og í röddum annarra borgara.

  2. Samþykkt fyrir öldungaráð Reykjavíkurborgar er til umsagnar hjá stjórnkerfis- og lýðræðisráði skv. bréfi forsætisnefndar dags. 22. október 2014.
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir svohljóðandi umsögn:
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð styður það markmið að veita eldri borgurum sérstaka rödd innan stjórnsýslu borgarinnar. Öldungaráði Reykjavíkurborgar er ætlað að vera vettvangur samráðs, ráðgjafar og stefnumótunar í málefnum og hagsmunum borgarbúa 67 ára og eldri og telur stjórnkerfis- og lýðræðisráð að stofnun slíks ráðs sé gott skref í þá átt að efla aðkomu þessa hóps að stjórnsýslunni.
    Þó eru eftirfarandi athugasemdir gerðar við samþykktina.
    Í 4. gr. er kveðið á um rétt öldungaráðs til að skipa undirnefndir til að fjalla um afmarkaða málaflokka og ráðinu gert að tilkynna borgarráði um slíkar ákvarðanir. Til að tryggja formfestu og gagnsæi á þessum skipunum mætti þó í samþykktinni kveða á um að slíkum skipunum fylgi erindisbréf þar sem skilgreind eru helstu verkefni og starfinu sett tímamörk.
    Í 6. gr. mætti tilgreina númer samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp (715/2013), þar sem vísað er í hana.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf forsætisnefndar dags. 17. nóvember 2014 þar sem óskað er eftir umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um tillögu að samþykkt fyrir fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar.
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir svohljóðandi umsögn með 6 atkvæðum. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sat hjá:
    Með samþykkt um fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar er fyrirkomulagi þess hvernig valið er í ráðið breytt úr því að kosnir eru sjö fulltrúar á Fjölmenningarþingi yfir í að tveir eru kosnir af borgarstjórn og þrír á Fjölmenningarþingi.
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð telur mikilvægt að halda í það fyrirkomulag að kjósa fulltrúa ráðsins beinni kosningu og telur að með því að hafa jafnframt fulltrúa kosna af borgarstjórn megi tryggja beinni tengingu við stjórnsýslu borgarinnar. Þó er mikilvægt að huga að því að grasrótarandi ráðsins viðhaldist, ekki bara í orði í samþykktinni heldur í verki þegar nýtt fyrirkomulag er tekið upp.
    Jafnframt eru eftirfarandi athugasemdir gerðar við samþykktina.
    Í 3. grein er ekki minnst á samstarf ráðsins við þjónustumiðstöðvar, eins og eðlilegt hlýtur að teljast miðað við verksvið sambærilegra ráða.
    Í 4. gr. er kveðið á um rétt fjölmenningarráðs til að skipa undirnefndir til að fjalla um afmarkaða málaflokka og ráðinu gert að tilkynna borgarráði um slíkar ákvarðanir. Til að tryggja formfestu og gagnsæi á þessum skipunum mætti þó í samþykktinni kveða á um að slíkum skipunum fylgi erindisbréf þar sem skilgreind eru helstu verkefni og starfinu sett tímamörk.
    Í 6. gr. mætti tilgreina númer samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp (715/2013), þar sem vísað er í hana.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 18. nóvember 2014 þar sem óskað er eftir umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um drög að skipuriti fyrir menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar innan 14 daga.
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir svohljóðandi umsögn með 6 atkvæðum. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá:
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð telur að drög að nýju skipuriti menningar- og ferðamálasviðs séu góðu í samræmi við þegar orðnar breytingar í starfsemi sviðsins sem einkum felast í samrekstri Borgarbókasafns Reykjavíkur og menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs annars vegar og sameiningu safna í nýtt Borgarsögusafn Reykjavíkur hins vegar.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs um Betri Reykjavík og 1 2 og Reykjavík.
    Vísað er til fyrri afgreiðslu stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, sbr. 2. lið fundargerðar ráðsins dags. 15. september sl.:
    2. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 5. ágúst 2014, um að hugmyndir af vefsíðu 1 2 og Reykjavík verði færðar á vefsíðu Betri Reykjavíkur. Samþykkt að fela upplýsinga- og vefdeild að vinna að nánari útfærslu hugmyndarinnar og leggja fram til samþykktar á fundi ráðsins.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á skýrslu um rannsókn á minnkandi kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum 2014.
    Eva Heiða Önnudóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Fram fer kynning á úrvinnslu tillagna starfshóps um umsjón með úrvinnslu upplýsinga, ábendinga og athugasemda úttektarnefndar borgarstjórnar um stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.
    Svavar Jósefsson kynnir stöðu úrvinnslu tillagna starfshópsins.
    Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:
    Lagt er til að bætt verði inn verkefni fyrir starfshóp um umsjón með úrvinnslu upplýsinga, ábendinga og athugasemda úttektarnefndar borgarstjórnar um stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Bætt verði við flokkurinn/kaflinn „Stop doing listi“ þ.e. hvaða verkefnum sem hægt er að hætta með. Í borgarkerfinu er stöðugt verið að bæta við og byrja á nýjum verkefnum og því er nauðsynlegt að vinna reglulega það þarfa verkefni að stoppa/hætta með eldri verkefni, verk og vinnu sem ekki eru lengur eins mikilvæg. Með því formi má nýta enn betur mannaforða og ná betur að sinna nýjum verkefnum.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram drög að fundadagatali stjórnkerfis- og lýðræðisráðs 2014-2015.

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um heimsókn frá katalónska fyrirtækinu Scytl sem sérhæfir sig í rafrænum kosningakerfum.

Fundi slitið kl. 15:30

Halldór Auðar Svansson

Eva EinarsdóttirHilmar Sigurðsson

Heiða Björg HilmisdóttirHildur Sverrisdóttir

Marta Guðjónsdóttir