Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 6

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2014, 3. nóvember, var haldinn 6. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi Ráðhúss og hófst kl.13.30. Fundinn sátu Eva Einarsdóttir, Þórlaug Ágústsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Björn Gíslason, Stefán Þór Björnsson og áheyrnarfulltrúinn Auður Alfífa Ketilsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Óskar Jörgen Sandholt og Hreinn Hreinsson.

Fundaritari:: Unnur Margrét Arnardóttir

  1. Fram fer kynning á hugmyndamati fagteymis USK í Betri hverfum.
    Ólafur Ólafsson og Auður Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
  2. Fram fer umræða um úttekt á Betri Reykjavík og Betri hverfum.
  3. Lagður fram þjónustu- og rekstrarsamningur Reykjavíkurborgar við Íbúa samráðslýðræði ses. dags. 29. okt. 2014 vegna Betri Reykjavíkur og drög að viðauka við fyrrnefndan samning vegna hugmyndavefs fyrir Reykjavíkurborg vegna Betri hverfa.
  4. agt fram bréf forsætisnefndar dags. 22. október 2014 þar sem óskað er eftir umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um drög að samþykktum fyrir Öldungaráð Reykjavíkurborgar dags. í október 2014.
  5. Fram fer kynning á skýrslu starfshóps um stefnumótun í málefnum ungs fólks 16 ára og eldri dags. 4. september 2014. Skýrslan er til umsagnar hjá ráðinu skv. bréfi borgarráðs dags. 15. september 2014.
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir svohljóðandi umsögn:
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð fagnar því að nú liggi fyrir stefna um málefni ungs fólks 16 ára og eldri í Reykjavík. Dræm þátttaka ungs fólks í sveitarstjórnarkosningum síðastliðið vor er hvatning fyrir Reykjavíkurborg að hlusta á raddir ungs fólks.
    Í stefnunni koma fram fjölmargar ábendingar og tillögur varðandi ungt fólk og snerta þær starfsemi og áætlanir sviða borgarinnar og almenna stjórnsýslu með margvíslegum hætti.
    Kaflinn um virkni og þátttöku er kannski helst sá sem kafli sem snýr beint að viðfangsefnum ráðsins. Nú þegar eru starfandi virk ungmennaráð um alla borg og eins hafa nú áheyrnarfulltrúar ungs fólks tekið sæti í Skóla- og frístundaráði og í Íþrótta- og tómstundarráði. Það er til fyrirmyndar og Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir að skoða aðkomu fulltrúa ungmennaráða að fundum ráðsins sem áheyrnarfulltrúa.
    Í anda stefnunar mun því ráðið framvegis hafa málefni ungs fólks að leiðarljósi sem og aðra velferð borgarbúa.
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð mælir með því við borgarráð að stefnan verði samþykkt og að hugað verði að þeim áherslum sem nefndar eru.
  6. Fram fer umræða um fyrirkomulag opinna funda stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir að stefna að opnum fundi 17. nóvember 2014 kl. 17.15.

    - Kl. 15.05 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundi.

  7. Fram fer kynning á drögum að upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar.
    Bjarni Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 15:30.

Eva Einarsdóttir

Þórlaug ÁgústsdóttirHilmar Sigurðsson

Heiða Björg HilmisdóttirHildur Sverrisdóttir

Björn GíslasonStefán Þór Björnsson