Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 49

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2016, 12. desember, var haldinn 49. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.  Fundurinn var haldinn í Iðnó, Vonarstræti 3 og hófst kl. 13.44.  Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Skúli Helgason, Lára Óskarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Jón Ingi Gíslason og áheyrnarfulltrúinn Gísli Garðarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir og Oddrún Helga Oddsdóttir. Fundarritari var Oddrún Helga Oddsdóttir.

  1. Lagt til að skrifstofu borgarstjóra og borgarritara verði falið að vinna yfirliti yfir þau verkefni sem flokkast undir flokkinn „annað“ í  framlögðu minnisblaði Jafnframt að lagt verði fram yfirlit yfir allar hugmyndir sem borist hafa í hugmyndasöfnunum frá því verkefnið hófst með upplýsingum um afdrif þeirra.

    Fylgigögn

  2. Umræða fer fram um fundardagskrá SKL 2017
  3. Lagt til að skrifstofu borgarstjóra og borgarritara verði falið að óska eftir upplýsingum frá fagsviðum og miðlægum skrifstofum um þau lýðræðisverkefni sem eru til staðar á vegum Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:33

Halldór Auðar Svansson

Eva EinarsdóttirJón Ingi Gíslason

Lára ÓskarsdóttirSkúli Helgason