Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 39

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2016, mánudaginn 30. maí, var haldinn 39. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.30. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Skúli Helgason, Eva Baldursdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Lára Óskarsdóttir og Jón Ingi Gíslason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Hreinn Hreinsson, Óskar Jörgen Sandholt, Helga Björg Ragnarsdóttir og Theódóra Sigurðardóttir.

Fundaritari:: 

Sonja Wium

  1. Fram fer kynning á lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar.
    Aldís Stefánsdóttir og Haraldur Sverrisson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram drög að fundadagatali stjórnkerfis- og lýðræðisráðs fyrir næsta starfsár.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á stöðu verkefnisins Hverfið mitt 2016.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf frá skóla- og frístundasviði, dags. 17. maí 2016, þar sem óskað er eftir umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um tillögu ungmennaráðs Vesturbæjar um málþing ungmenna ásamt drögum að umsögn ráðsins.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram til kynningar minnisblað skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. maí 2016, um starfshóp um verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga og trúnaðargagna.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram áfangaskil starfshóps um undirbúning lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:37

Halldór Auðar Svansson

Eva Einarsdóttir

Skúli Helgason

Eva H. Baldursdóttir

Hildur Sverrisdóttir

Jón Ingi Gíslason