No translated content text
Stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Ár 2014, 15. september, var haldinn 2. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl.14.00. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Kjartan Magnússon, Stefán Þór Björnsson og áheyrnarfulltrúinn Eyrún Eyþórsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Óskar Jörgen Sandholt og Hreinn Hreinsson.
Fundaritari::
Unnur Margrét Arnardóttir
-
Fram fer kynning á samstarfi Reykjavíkurborgar við Íbúa ses.
Gunnar Grímsson, Róbert Bjarnason og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Hverfakosningar í Reykjavík hafa verið til umfjöllunar stjórnkerfis- og lýðræðisráði. Ráðið hefur verið upplýst um mikilvægi þess að undirbúningur hverfakosninga Betri hverfi 2014 þurfi að hefjast sem allra fyrst. Í ljósi þess að ráðinu hefur ekki gefist tækifæri til þess að kynna sér verkefnið til hlítar og myndað sér skoðun á verkefninu til framtíðar vísar ráðið ákvörðun um hverfakosningar Betri hverfi 2014 til borgarráðs.Fylgigögn
-
Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 5. ágúst 2014, um að hugmyndir af vefsíðu 1 2 og Reykjavík verði færðar á vefsíðu Betri Reykjavíkur. Samþykkt að fela upplýsinga- og vefdeild að vinna að nánari útfærslu hugmyndarinnar og leggja fram til samþykktar á fundi ráðsins.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á vinnu um opið bókhald.
Birgir Björn Sigurjónsson og Halldóra Káradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Með hliðsjón af skýrslu starfshóps um tillögur um útfærslu og innleiðingu gagnagáttar um fjármál Reykjavíkurborgar felur stjórnkerfis- og lýðræðisráð fjármálaskrifstofu að framkvæma kostnaðarmat á opnun á hrágögn um fjármál borgarinnar annars vegar og rafrænni gagnagátt um fjármál borgarinnar hins vegar. Stjórnkerfis- og lýðræðisráði verði haldið upplýstu um framgang mála.Fylgigögn
Bókanir við dagskrárlið:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
-
Lagt er til að fundir stjórnkerfis- og lýðræðisráðs verði haldnir 1. og 3. mánudag í mánuði kl. 13.30. Næsti fundur ráðsins verði þann 6. október. Undirbúningsfundir verða haldnir á fimmtudögum kl 13.00. Næsti undirbúningsfundur ráðsins verði þann 2. október kl. 13.00.
Samþykkt. -
Lögð fram skýrsla úttektarnefndar borgarstjórnar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar dags. apríl 2013.
Fylgigögn
-
Lögð fram skýrsla starfshóps um umsjón með úrvinnslu upplýsinga, ábendinga og athugasemda úttektarnefndar borgarstjórnar um stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar dags. 30. apríl 2014.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarritara að stöðu stjórnkerfis- og lýðræðisráðs í skipuriti Reykjavíkurborgar dags. 15. september 2014.
Samþykkt með 4 atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá.Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Stjórnkerfis- og lýðræðisráð beinir þeim tilmælum til stjórna Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar að séð verði til þess að leynd verði aflétt af yfirliti um framleiðslu virkjana síðarnefnda fyrirtækisins á tímabilinu maí 2013 - maí 2014. Mikilvægt er að almenningur fái upplýsingar um umrædda framleiðslu á nefndu tímabili, ekki síst í ljósi þess að í maí 2013 fóru fram miklar umræður á opinberum vettvangi um afköst Hellisheiðarvirkjunar og við það tækifæri voru lagðar fram ítarlegar upplýsingar um framleiðslu hennar.
Halldór Auðar Svansson
Eva Einarsdóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir
Kjartan Magnússon