Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2018, mánudaginn 26. febrúar var haldinn 299. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Eva Indriðadóttir, Aron Leví Beck, Marta Guðjónsdóttir, Börkur Gunnarsson og Auður Alfífa Ketilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina: Magnús Arnar Sigurðsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Erling Jóhannesson. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.
Fundaritari::
Inga María Leifsdóttir
-
Tilkynnt að Erling Jóhannesson taki sæti sem áheyrnarfulltrúi Bandalags íslenskra myndlistamanna í stað Kolbrúnar Halldórsdóttur. RMF18020016
-
Lagt fram til kynningar boðsbréf á fund menningarmálanefnda í Osló 23. -25. maí 2018. RMF18020018
Fylgigögn
-
Lagður fram til samþykktar samstarfssamningur við Samband íslenskra myndlistarmanna um fjárstuðning Reykjavíkurborgar við Mugg – tengslasjóð fyrir myndlistarmenn. RMF18020013
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Ráðstefnuborginni Reykjavík (Meet in Reykjavik). RMF15120011
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefninu Iceland Naturally. RMF18020002
Ársskýrsla Iceland Naturally
-
Fram fer kynning á dagskrá Hönnunarmars 2018, sem fram fer 15.-18. mars nk. RMF18020015
-
Fram fer kynning á Vetrarhátíð 2018, sem fram fór 1.-4. febrúar sl. RMF17100004
Fylgigögn
-
Lögð fram til samþykktar tilnefning SÍM á Unnari Erni Jónassyni Auðarsyni í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur. RMF14110010
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga Framsóknar og flugvallarvina um áhorfendabekki við Sæbraut frá 11. desember 2017. Einnig lögð fram umsögn Hjalta J. Guðmundssonar, skrifstofustjóra reksturs og umhirðu borgarlandsins á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. RMF17120005
Fylgigögn
-
Lögð fram til samþykktar tillaga sviðsstjóra að skipan í hússtjórn Iðnó ásamt erindisbréfi. Stjórnina skipa Signý Pálsdóttir fulltrúi Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar (MOF), Óli Jón Hertervig fulltrúi Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar (SEA) og René Boonekamp fulltrúi Gómsætt ehf., leigutaka Iðnó. . RMF171060011
Fylgigögn
-
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fundi slitið klukkan 15:43
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen
Eva Indriðadóttir
Aron Leví Beck
Marta Guðjónsdóttir
Börkur Gunnarsson
Auður Alfífa Ketilsdóttir