Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 299

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2018, mánudaginn 26. febrúar var haldinn 299. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Eva Indriðadóttir, Aron Leví Beck, Marta Guðjónsdóttir, Börkur Gunnarsson og Auður Alfífa Ketilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina: Magnús Arnar Sigurðsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Erling Jóhannesson. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundaritari:: Inga María Leifsdóttir

  1. Tilkynnt að Erling Jóhannesson taki sæti sem áheyrnarfulltrúi Bandalags íslenskra myndlistamanna í stað Kolbrúnar Halldórsdóttur. RMF18020016
  2. Lagt fram til kynningar boðsbréf á fund menningarmálanefnda í Osló 23. -25. maí 2018. RMF18020018

    Fylgigögn

  3. Lagður fram til samþykktar samstarfssamningur við Samband íslenskra myndlistarmanna um fjárstuðning Reykjavíkurborgar við Mugg – tengslasjóð fyrir myndlistarmenn. RMF18020013

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á Ráðstefnuborginni Reykjavík (Meet in Reykjavik). RMF15120011

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á verkefninu Iceland Naturally. RMF18020002

    Ársskýrsla Iceland Naturally

  6. Fram fer kynning á dagskrá Hönnunarmars 2018, sem fram fer 15.-18. mars nk. RMF18020015
  7. Fram fer kynning á Vetrarhátíð 2018, sem fram fór 1.-4. febrúar sl. RMF17100004

    Fylgigögn

  8. Lögð fram til samþykktar tilnefning SÍM á Unnari Erni Jónassyni Auðarsyni í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur. RMF14110010

    Fylgigögn

  9. Lögð fram að nýju tillaga Framsóknar og flugvallarvina um áhorfendabekki við Sæbraut frá 11. desember 2017. Einnig lögð fram umsögn Hjalta J. Guðmundssonar, skrifstofustjóra reksturs og umhirðu borgarlandsins á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. RMF17120005

    Fylgigögn

  10. Lögð fram til samþykktar tillaga sviðsstjóra að skipan í hússtjórn Iðnó ásamt erindisbréfi. Stjórnina skipa Signý Pálsdóttir fulltrúi Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar (MOF), Óli Jón Hertervig fulltrúi Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar (SEA) og René Boonekamp fulltrúi Gómsætt ehf., leigutaka Iðnó. . RMF171060011

    Fylgigögn

  11. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Fundi slitið klukkan 15:43

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr ThoroddsenEva Indriðadóttir

Aron Leví BeckMarta Guðjónsdóttir

Börkur GunnarssonAuður Alfífa Ketilsdóttir