Fundur nr. 298

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2018, mánudaginn 12. febrúar var haldinn 298. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.31. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét M. Norðdahl, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Magnús Sveinn Helgason. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina: Bergþór Smári Pálmason Sighvats. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Rannveig Grétarsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Arna Schram og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundaritari:: 

Inga María Leifsdóttir

  1. Fram fer kynning á starfi samninganefndar borgarstjóra við Airbnb. RMF16120002

    Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, Ebba Schram borgarlögmaður og Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    - Kl. 13.36 tekur Huld Ingimarsdóttir sæti á fundinum.

  2. Fram fer kynning á starfsemi Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna. RMF18020003

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja að jafnræðis sé ekki gætt með hugmyndum um að Strætó hafi aðstöðu umfram aðra rekstraraðila í Upplýsingamiðstöð ferðamanna, til að þjónusta fólk, sem vill fara með strætó út á land og setja saman ferðir og ferðaplön fyrir ferðamenn. Augljóst er að verið er að mismuna ferðaþjónustuaðilum með þessum hugmyndum.

    Karen María Jónsdóttir, deildarstjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna, og Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Fram fer kynning á verkefninu Destination Management Planning. RMF18020004

    Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri ferðamála á Höfuðborgarstofu, og Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 15.00 víkja Huld Ingimarsdóttir  og Arna Schram af fundinum.

  4. Lagðir fram til samþykktar eftirfarandi samstarfssamningar: Caput 2018-2020, Stórsveit Reykjavíkur 2018-2020,  Kammersveit Reykjavíkur 2018-2020 og Nordic Affect 2018-2020. RMF17120006

    Samþykkt.

    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  5. Lagður fram til kynningar samningur milli Reykjavíkurborgar, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Listahátíðar í Reykjavík um rekstur og fjárframlag til Listahátíðar í Reykjavík, ásamt tillögu borgarstjóra sem samþykkt var í borgarráði 8. febrúar sl. RMF17100005

    Fylgigögn

  6. Lögð fram til kynningar endanleg starfsáætlun menningar- og ferðamálasviðs 2018, sem ber yfirskriftina Reykjavík er okkar. RMF17030006

    Fylgigögn

  7. Kolbrún Halldórsdóttir tilkynnir að hún láti af störfum sem forseti Bandalags íslenskra listamanna frá og með næsta laugardegi, og láti þar með af störfum sem áheyrnarfulltrúi í ráðinu.

    Menningar- og ferðamálaráð leggur fram eftirfarandi bókun:

    Kolbrún Halldórsdóttir lætur af störfum sem forseti Bandalags íslenskra listamanna nk. laugardag. Menningar- og ferðamálaráð þakkar henni mikilvægt framlag sem rödd listamanna á fundum ráðsins í átta ár, sem áheyrnarfulltrúi BÍL í ráðinu, sem og fyrir samstarfið allt. Ráðið óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fundi slitið klukkan 15:53

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen

Marta Guðjónsdóttir

Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Stefán Benediktsson

Margrét Norðdahl

Magnús Sveinn Helgason