Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2018, mánudaginn 22. janúar var haldinn 297. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét M. Norðdahl, Stefán Benediktsson, Björn Gíslason og Herdís Anna Þorvaldsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina: Magnús Arnar Sigurðarson. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Arna Schram og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.
Fundaritari::
Inga María Leifsdóttir
-
Fram fer kynning á fyrirhugaðri dagskrá Vetrarhátíðar 2018. RMF17100004
Guðmundur Birgir Halldórsson og Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjórar Vetrarhátíðar, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 13.32 tekur Kolbrún Halldórsdóttir sæti á fundinum.
Kl. 13.37 tekur Þorgerður Agla Magnúsdóttir sæti á fundinum.
-
Lögð fram umsögn sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs um Lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir umsögn sviðsstjóra og vísar henni til stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. RMF1712000
- Kl. 14.04 víkur Margrét M. Norðdahl af fundinum.
- Kl. 14.04 tekur Elín Oddný Sigurðardóttir sæti á fundinum.Fylgigögn
-
Lagðir fram til samþykktar eftirfarandi samstarfssamningar: Myrkir músíkdagar 2018-2020, Blúshátíð í Reykjavík 2018-2020 og Jazzhátíð í Reykjavík 2018-2020.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs. RMF17120006Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs vegna styrkja menningar- og ferðamálaráðs sem lögð var fram og bókuð í trúnaðarbók menningar- og ferðamálaráðs á fundi þess 18. desember sl. RMF17080004
Lögð fram tillaga að afgreiðslu styrkja menningar – og ferðamálaráðs 2018 sem er í samræmi við tillögu faghóps RMF17080004
- Kl. 16.17 víkur Elsa Yeoman af fundi við afgreiðslu styrkumsóknar Hildar Bjarkar Yeoman. Þórgnýr Thoroddsen tekur við fundarstjórn.
- Kl. 16.19 tekur Elsa Yeoman sæti á fundinum aftur.
- Kl. 16.21 víkur Margrét Norðdahl af fundi við afgreiðslu styrkumsóknar Listar án landamæra vegna listahátíðarinnar Tímarúm.
- Kl. 16.21 tekur Margrét Norðdahl sæti á fundinum aftur.
Svohljóðandi tillaga faghóps er lögð fram:
Gerðir verði samstarfssamningar vegna áranna 2018, 2019 og 2020 við eftirtalda aðila með árlegu framlagi með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2019 og 2020:
3 m.kr. Jazzhátíð Reykjavíkur
2 m.kr. Blúshátíð í Reykjavík
2 m.kr. Samtök um Danshús – Dansverkstæðið (að viðbættum 15 m.kr. frá borgarráði)
1,8 m.kr. Caput
1,8 m.kr. Kammersveit Reykjavíkur
1,8 m.kr. Myrkir músikdagar
1,8 m.kr. Stórsveit Reykjavíkur
1 m.kr. Kammerhópurinn Nordic Affect.
Listhópur Reykjavíkur 2018:
2 m.kr. Gjörningaklúbburinn
Styrkir til verkefna árið 2018:
2 m.kr. Ice Hot Reykjavik
1,4 m.kr. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík – Sýningin Hjólið
1 m.kr. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík – Rekstur
1,4 m.kr. Pera Óperukollektíf
1,2 m.kr. Mýrin, félag um barnabókmenntahátíð
1 m.kr. Íslensk grafik
1 m.kr. Íslensk tónverkamiðstöð – Yrkja
1 m.kr. Reykjavík Fashion Festival
900.000 kr. Íslenski lista – og menningarklasinn
750.000 kr. Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð – Heimili kvikmyndanna
750.000 kr. SÍM – Dagur myndlistar
700.000 kr. Artzine
Brúðuheimar
Design Talks
Ekkisens
Hildur Björk Yeoman – Venus
Symphonia Ang elica
600.000 kr. Eyrún Ævarsdóttir – Traustabrestir
Freyjujazz
RSÍ – Skáld í skólum
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
500.000 kr. 15:15 tónleikasyrpan
Aldrei óstelandi – Ragnarök
Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu
Ásrún Magnúsdóttir – Asparfell
Börnin tækla tónskáldin
Finnur Arnar Arnarson – Skúrinn heimild
Gervi Productions – ÉG
GLÁF Ísland – Góðan daginn FAGGI!
Halla Kristín Hannesdóttir – Tremolo
Heimstónlist í Reykjavík – Rodent
Íó – boðssýning fyrir börn
Kriðpleir – Varðeldurinn
Kvennakórinn Vox Feminae
Kvikmyndaklasinn – Turninn
Leikfélagið Hugleikur – Leikhús
Leikhópurinn Lakehouse – Rejúnion
Leikhópurinn Sálufélagar – Independent Party People
Leikhópurinn Stertabenda
Listahátíðin Tímarúm – List án landamæra
María Sól Ingólfsdóttir – ævintýraóperan Sónata
Miðnætti leikhús
Ramkram ljósmyndagallerí
RaTaTam – Öööhh?
Shalala – söngleikur
Sólveig Guðmundsdóttir – leikverkið ´75
Steinunn Ketilsdóttir – Overstatement/Oversteinunn
Steinunn Marta Önnudóttir – Tag Team Studio og Harbinger
Söngfjelagið
Tinna Grétarsdóttir – Spor
Tinna Hrafnsdóttir – Saga
Töfrahurð – Gilitrutt
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir – Ég býð mig fram aftur
450.000 kr. Listafélag Langholtskirkju
Listvinafélag Hallgrímskirkju
Lúðrasveit Reykjavíkur
Lúðrasveit verkalýðsins
Lúðrasveitin Svanur
Reykjavík Folk Festival
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
400.000 kr. Camerarctica
Elektra Ensemble
Hljómsveitin Eva – Ellimessa
Íslenski flautukórinn
Listastofan
Marloes Antje Robijn – Lestrarvinir
Nýlókórinn
Oratin MMXVIII – Svartamálmtónlistarhátíð í Reykjavík
Projekt Polska – Hidden People
Únglingurinn í Reykjavík – Reykjavík Dance Festival
368.000 kr. IceCon – Furðusagnahátíð
350.000 kr. Alþjóðleg ljóðahátíð í Reykjavík – Partus
Anna Kolfinna Kuran – Konulandslag
Halaleikhópurinn
Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur
Hinsegin kórinn
Improv Ísland
Kvennakór Reykjavíkur
Leikhópurinn Perlan – afmælissýning
Leikfélagið Hugleikur – starfsemi
300.000 kr. Atli Bollason – Sónarspil
Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr
Dans Afríka Barakan Festival Iceland
Furðuleikhúsið – Sóla og sólin
Hannes Þ Guðrúnarson – Lög liðinna tíma
Hulda Rós Guðnadóttir
Menningarfélagið Tær – Crescendo
Raflost – Raflistafélag Íslands
Sómi þjóðar – SOL
Tinna Ottesen – Skrásetjarinn
200.000 kr. Elsa Arnardóttir – Átta blaða rósin
Hallveig Rúnarsdóttir – Konur eru konum bestar
Lilja María Ásmundsdóttir – Hulda
Samþykkt.
Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Menningar- og ferðamálaráð þakkar fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar í faghópi menningar- og ferðamálaráðs um styrki kærlega fyrir einkar fagleg og vel unnin störf. Faghópurinn fékk það strembna hlutverk að velja viðtakendur úr stórum hópi umsækjenda og leggja til styrki til menningar og lista upp á samtals kr. 66.468.000 en þær skiptast niður á 103 verkefni og samstarfssamninga.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju skipan í ráðgefandi faghóp um styrki menningar- og ferðamálaráðs 2018 sem samþykkt var á fundi ráðsins þann 11. september 2017. Trúnaður ríkti um skipanina sem nú er aflétt í kjölfar úthlutunar styrkja árið 2018. RMF17080004
Kl. 14.18 víkur Björn Gíslason af fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á starfsemi Iðnó frá hausti 2017. RMF17060011
Þórir Bergsson fyrir hönd Gómsætt ehf., rekstraraðila Iðnó frá 1. október 2017, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 14.49 víkur Elín Oddný Sigurðardóttir af fundinum.
Kl. 14.49 tekur Margret M. Norðdahl sæti á fundinum.
Fundi slitið klukkan 15:08
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen
Margrét Norðdahl
Stefán Benediktsson
Herdís Anna Þorvaldsdóttir
Þorgerður Agla Magnúsdóttir