Fundur nr. 295

Fundur nr. 295

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 18. desember var haldinn 295. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldin í Iðnó og hófst hann kl. 16:13. Viðstödd: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Aron Leví Beck, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Margrét Norðdahl. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina: Trausti Harðarson. Af hálfu starfsmanna: Arna Schram, Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundaritari:: 
Inga María Leifsdóttir
 1. Lögð fram tillaga að afgreiðslu styrkja menningar- og ferðamálaráðs 2018 sem er í samræmi við tillögu faghóps skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar. RMF17080004

  Tillagan er samþykkt og færð í trúnaðarbók ráðsins. Trúnaði um styrkveitingar verður aflétt í kjölfar móttöku styrkþega 10. janúar 2018.

  Greinargerð faghóps 2018
  Styrkjatillaga 2018
  Ekki lagt til að hljóti styrk 2018
 2. Lagður fram til staðfestingar samstarfssamningur við Kling og Bang dags. 14. desember 2017. RMF15120007

  Samþykkt. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá við atkvæðagreiðsluna. Samningnum vísað til borgarráðs til staðfestingar.

  Fylgigögn

 3. Lagður fram til staðfestingar samstarfssamningur við Nýlistasafnið dags. 14. desember 2017. RMF15120007

  Samþykkt. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá við atkvæðagreiðsluna. Samningnum vísað til borgarráðs til staðfestingar.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:56

Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen
Aron Leví Beck
Margrét Norðdahl
Herdís Anna Þorvaldsdóttir
Trausti Harðarson

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 7 =